Á þeim stutta tíma sem boðið hefur verið upp á aðgang að BYGG-kerfinu hafa verið skráð þar 1783 verk. Þetta er sami fjöldi og sá íbúðarfjöldi sem byggður var á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2014 og 2015 samtals. Við erum mjög ánægð með að sjá hversu mikið kerfið er notað, sem er hvatning til okkar að standa okkur í áframhaldandi þróun kerfisins.