ENGIN BREYTING Á ÍBÚÐASKORTINUM

ENN ER SKORTUR Á ÍBÚÐUM OG VERÐUR Á NÆSTUNNI,

Á árinu 2018 var byrjað á byggingu 2525 íbúðum á landinu, sem er u.þ.b. það sem þarf til að halda í horfinu á landinu samkvæmt okkar mati hjá Hannarr ehf., í venjulegu árferði. Þetta eru 311 íbúðum færri íbúðir en árið á undan. Lokið var við 2303 íbúðir sem er 535 fleiri en árið á undan.

Fyrir þremur árum kynnti Hannarr ehf. þá niðurstöðu sína að þá vantaði um 4.000 íbúðir á landinu. Enn jókst skorturinn og var á síðasta ári orðinn meira en 6.000 íbúðir. Mat okkar hjá Hannarr ehf er að árleg þörf fyrir nýjar íbúðir á landinu séu um 2300 á ári. Fullgerðar íbúðir náðu ekki þeim fjölda fyrr en á árinu 2018 allt frá árinu 2008, þannig að skorturinn er óbreyttur þ.e. 6000 íbúðir. Ekki eru horfur á breytingu á því á þessu eða næsta ári þar sem munur á fjölda íbúða í byggingu er svipaður bæði árin 2017 og 2018 eða 4323 og 4545.

Árið 1994 voru íbúðir á landinu 96.892 og árið 2018 voru þær 140.600, samkvæmt Þjóðskrá. Hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu af heildarfjölda íbúða á landinu hefur verið nánast óbreytt frá síðustu aldamótum ca. 62%. Hlutfallið í Reykjavík hefur hins vegar lækkað á sama tíma. Hallaði á borgina um 5.000 íbúðir á síðasta ári sem hefði dugðað til að mæta uppsafnaðri þörf þá á landinu, eða hátt í það.

Þekkt er að skortur veldur verðhækkun. Reykjavíkurborg hefur í mörg ár látið bjóða í þann takmarkaða fjölda lóða sem hún hefur til úthlutunar og með litlu lóðarframboði fær hún hátt verð fyrir lóðirnar. Með litlu framboði af lóðum og þéttingu byggðar úr hófi stuðlar borgin á þann hátt að háu fasteignaverði í borginni. Fasteignaverðið í Reykjavík er með þessu að hrekja það fólk úr borginni sem vill eignast íbúð til sveirafélaga utan höfuðborgarsvæðisins þar sem boðið er upp á lægri lóðagjöld. Þetta hefur auðvitað í för með sér mikla umferð til og frá höfuðborgarsvæðinu sem þýðir að þetta fólk þarf að lengja vinnudag sinn um 1-2 klst með setu í bílum sínum og með tilheyrandi mengun og sliti á gatnakefinu á leið til borgarainnar. Þetta er örugglega ekki þeim til ánægju sem þurfa að keyra.

Reykjavíkurborg ber þannig ábyrgð á þessum fólksflótta með lóðaskorti og háu lóðaverði. Þar af leiðandi einnig á óþarfri umferð með álagi á gatnakerfi kringum borgina og mengun sem henni fylgir.

 

 

HÆTTUM AÐ SAFNA ÓNÁKVÆMUM UPPLÝSINGUM OG GERA RANGAR SPÁR

 

Þessa dagana voru að koma fram áður nefndar tölur um það hversu mikið var byggt af íbúðarhúsnæði árið 2018. Þetta er seinna en á síðasta ári, sem var seinna en árið þar á undan. Þeir sem stjórna þessum málaflokki og fjalla um hann hljóta að þurfa á því að halda að hafa aðgang að slíkum upplýsingum jafnóðum, t.d. mánaðarlega, sem ætti ekki að vera erfitt á tímum þeirrar tækni sem við lifum nú á.

Íbúðarbyggingar er ein stærsta og mannfrekasta atvinnugrein landsins og ein sú mikilvægusta í afkomu hvers íslendings. Hún er nú að auki um stundir hluti af samningum vinnumarkaðrins og hins opinbera, eins og áður hefur verið á tímabilum. Að láta hana vera á sjálfstýringu mánuðum saman, sérstaklega á slíkum tímum getur varla talist góð stjónsýsla. Ætla aðilar vinnumarkaðarins kannske að skoða útkomu ársins 2019 þann 20 apríl árið 2020, til að sjá hvernig staðið er að samkomulagi þeirra við hið opinbera ?

Skoðun á útgefnum tölum nú gefur tilefni til að tortyggja þær tölur, því miður og sýna þær að líklega er skortur íbúða meiri en þær sýna. Ef bornar eru saman útgefnar tölur yfir fullgerðar íbúðir frá aldamótum og þeim íbúðum sem byrjað var á, þá segja þær að fullgerðar íbúðir séu 2428 færri en þær sem byrjað var á (Hagstofa Íslands). Séu bornar saman tölur yfir fullfrágengnar íbúðir og breytingar á heildarfjölda íbúða á landinu, þá er munurinn 2.341 fleiri íbúðir samkvæmt heildarfjöldanum (Hagstofa Íslands og Þjóðskrá).

Engar tölur er að finna yfir íbúðir sem rifnar hafa verið eða teknar undir aðra starfsemi, sem hefði átt að sýna fleiri íbúðir fullbúnar, en ekki öfugt. Sá fjöldi hefur án efa verið umtalsverður t.d. í Reykjavík, eða a.m.k. nokkur hundruð á ári vegna þéttingar byggðar þar.

Í nýlegri samantekt Íbúðalánasjóðs (2018/2019) má lesa að 5.300 íbúðir séu þá í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og 6.600 íbúðir alls á kjarna- og vaxtasvæðum. Tölurnar séu byggðar á upplýsingum frá SSH og SI aðallega. Þessar tölur passa illa við áður nefndar tölur eins og sést hér á undan og munar þar einhverjum þúsundum. Spurningin er í hvaða tilgangi slíkar tölur eru birtar, þar sem greinilega er lítið á þeim að byggja. Skýringin er líklega áður nefndur seinagangur í söfnun og birtingu upplýsinga og því ekki nefndum aðilum um að kenna. Þetta undirstrikar hins vegar brýna þörf á endurskoðun á öflun upplýsinganna og birtingu þeirra

Einnig má benda á að algengt hefur verið að lesa um háar tölur yfir íbúðir í byggingu sem Reykjavíkurborg hefur birt undanfarin ár, en lítið hefur bólað á.

Hættum að safna röngum upplýsingum og búa til rangar spár (hver sem tilgangur þess er), hver í sínu horni og af vangetu vegna fyrirkomulagsins, eða í einhverjum ónefndum tilgangi.

Brettum upp ermar og komum þessum málum í lag sem fyrst. Fyrr verða byggingarmálefni landsins ekki í lagi, sem er alltof sársaukafullt fyrir marga einstaklinga og alltof dýrt fyrir þjóðina í heild.

Það verður vafalaust ekki gert nema að færa ábyrgðina til eins aðila, sem hefði yfirumsjón með og bæri ábyrgð á öflun upplýsinganna og birtingu þeirra.

TÍMI TIL KOMINN AÐ VERK SÉU FRAMKVÆMD Í SAMRÆMI VIÐ SAMNING

RÉTT KOSTNAÐARÁÆTLUN, RÉTT VERKÁÆTLUN OG FRAMVINDUNNI FYLGT EFTIR,

ÞRÍR MIKILVÆGIR ÞÆTTI BYGG-KERFISNS
Með þessum línum viljum við vekja athygli á þessum mikilvægu þáttum í BYGG-kerfinu. Um er að ræða mikið notað kostnaðaráætlunarkerfi, nýtt sérhannað verkáætlunarkerfi og nýtt framvindukerfi þar sem framkvæmdum er fylgt eftir til loka þeirra og sem passar upp á að kostnaður og verktími verði sá sem samið var um.
Framvindukerfið er einfalt að skilja og einfalt að vinna enda tölvutæknin nýtt við það að fullu. Skýrslur þess segir framkvæmdaraðilanum nákvæmlega það sem hann þarf að vita, þegar hann þarf að vita það, um stöðu framkvæmdanna á hverjum tíma þannig að hann getur tekið þær ákvarðanir og gripið til þeirra aðgerða sem þarf til að fá afhent verkið á þeim tíma sem um var samið og fyrir það verð.

KOSTNAÐARÁÆTLUN RÉTT OG EINFÖLD AÐ GERA

Kostnaðaráætlanakerfi BYGG-kerfisins er eitt af mikilvægustu undirkerfum BYGG-kerfisins, sem er á netinu, gert fyrir þá sem koma að byggingum húsa á einhvern hátt.
Vinna má út frá staðlaðri kostnaðaráætlun í byrjun, ef það á við, til að átta sig á stærðargráðu viðkomandi verks og til að spara sér vinnuna í áframhaldinu. Hún er síðan aðlöguð að verkinu.
Einingarverðin eru byggð á byggingarverðskrá Hannarrs, en þeim má breyta eins og öðru í kerfinu ef notandi telur þörf á því. Langtímaniðurstaða útreiknings með verðskránni er að hún sé að meðaltali nálægt því sem kostnaðarætlun sýnir í útboðsverkum (1,7% undir) og nálægt meðaltali af hæstu og lægstu tilboðum sömu verka.

VERKÁÆTLUNARKERFI

Verkáætlunarkerfið vinnur út frá sömu flokkum og eru í byggingarverðskránni. Notandinn stofnar verkþætti, reiknar út tímalengd þeirra út frá vinnuþættinum og raðar þeim niður í samræmi við þarfir verksins og fjölda starfsmanna við verkþáttinn.
Til að auðvelda áætlanagerðina getur notandinn nýtt sér tillögur að áætlunum sem eru í kerfinu og við endurskoðun áætlunarinnar þá nær hann sér í afrit af fyrri áætlun (upphaflegri) með einfaldri skipun og uppfærir hana í samræmi við raunútkomu. Þetta sparar honum mikla vinnu
Notandinn sér í upphafi hvenær hann getur fyrst lokið verkinu miðað við þann fjölda starfsmanna sem hann áætlar að séu við verkið að jafnaði og getur fjölgað eða fækkað starfsmönnum út frá því þannig að dæmið gangi upp.
Með reglugri uppfærslu á verkáætlun má grípa inn í og leiðrétta þætti í framkvæmdinni sem eru að sýna frávik frá samþykktri áætlun.
Grafíski hluti kerfisns sýnir myndrænt framgang verksins og má skoða hann dag fyrir dag, viku fyrir viku, mánuð fyrir mánuð eða ár fyrir ár.

FRAMVINDUSKÝRSLUR

Framvinduskýrslurnar er ekki síður mikilvægur þáttur BYGG-kerfisins. Þær eru hjálpartækið til að tryggja að verklok séu á umsömdum tíma og að verkið kosti það sem samið var um.
Hvorki rétt kostnaðaráætlun eða rétt verkáætlun tryggir að umsaminn kostnaður eða umsaminn verktími standist þegar til kastanna kemur. Til að tryggja það þarf einnig að fylgjast reglulega með framkvæmdinni, bæði kostnaðarlega og tímanlega og grípa inn í ef einhver frávik koma í ljós sem skipta máli.
Framvinduskýrslurnar ná sér í upplýsingar innan úr BYGG-kerfinu og setja þær fram í yfirliti yfir stöðu verksins á hverjum tíma.  Þetta er yfirlit með upplýsingum sem eigandinn þarf á að halda til að geta tekið sínar ákvarðanir varðandi verkið og til að geta gripið inn í ef eitthvað er að fara á annan veg en samningar segja til um.

Þessar skýrslur eru gerðar reglulega af eftirlitsmanni verksins t.d. vikulega þar sem hann í byrjun gerir grein fyrir stöðu verksins í texta, á þeim tíma sem skýrslan er gerð og því sem hann hefur gert til að framvindan sé eins og samningurinn segir til um. Ekki síður að benda á ef eitthvað er að fara á annan veg og þurfi að skoða og taka nýjar ákvarðanir um.
Þarna kemur einnig fram sýn eftirlitsins á framvindu verksins í næstu framtíð.

Til stuðnings þessum niðurstöðum birtir eftirlitsmaður t.d. á einfaldan hátt bæði upphaflegu kostnaðaráætlunina og endurskoðaða kostnaðaráætlun og sama á við um verkáætlunina. Þar birtir hann einnig gátlista byggingarstjóra frá sama tíma, verkuppgjör og yfirlit yfir reikninga og greiðslur, þannig að eigandinn geti fylgst betur með og kafað dýpra í niðurstöðuna ef hann telur ástæðu til.

Hvað segja starfsmenn byggingargeirans um stafrænu þróun greinarinnar ?

Ekki vitum við til þess að könnun hafi verið gerð á því hvaða augum starfsmenn og stjórnendur byggingarmála hér á landi líti á stafrænu þróunina í greininni. Könnun hefur hins vegar verið gerð á því í Danmörku sem gæti gefið vísbendingu um niðurstöðu samskonar könnunar hér á landi væri hún gerð.

Til fróðleiks eru hér sýndar niðurstöður könnunarinnar á því hvaða þýðingu starfsmennirnir álíta að stafræn þróun hafi á kjarnastarfsemi greinarinnar og hvers konar ávinningur er af stafrænu þróuninni.

Alls svöruðu 801 einstaklingar og af þeim svöruðu 568 öllum atriðum könnunarinnar, sem gefur þá niðurstöðu að lítil óvissa sé í niðurstöðum könnunarinnar. Svarendurnir voru frá öllum stærðum fyrirtækja og unnu mismunandi störf innan þeirra. Mikill meirihluti svarenda var með 10 ára starfsreynslu í faginu eða meira, eða 79% og eru niðurstöðurnar athyglisverðari vegna þess.

Efst á lista svara starfsmanna á þýðingu stafrænnar þróunar á starfsemi greinarinnar var „Dreifing upplýsinga og þekkingar, bæði innávið og útávið“.

 

Og um ávinning af stafrænu þróuninni var efst á lista „Aukin gæði og færri mistök“.

Tvö kynningarkvöld fyrir Viðhaldskerfið fullbókuð – bætum einu við

Hannarr ehf bauð nýlega notendum BYGG-kerfisins upp á kynningu/námskeið á Viðhaldskerfisinu, en það er nýtt kerfi sem má fá sjálfstætt, en má einnig fá sem viðbót við BYGG-kerfið.

Áhuginn reyndist meiri en við áttum von á þannig að námskeiðin urðu tvö og verða haldin hjá IÐU fræðslusetri 28 og 31 janúr. Ekki var hægt að taka á móti öllum sem vildu skrá sig.

Hannarr ehf reiknar með að framhald verði á slíkum kynningum og að næst verði kynntar nýjungar í BYGG-kerfinu svo sem nýtt verkáætlunarkerfi og framvinduskýrslur.

Hvar eru byggingarframkvæmdir á Íslandi staddar í stafrænu þróuninni ?

Stafræna ferlið er byrjað að breyta byggingargreininni, einnig hér á Íslandi. Mikill ávinningur mun fylgja því ferli á næstu árum og birtast í aukinni hagkvæmni við framkvæmdir og í lægra verði íbúða og annarra bygginga.

Það er viðurkennt og algerlega klárt í huga stafrænna áhugamanna, að sá sem ekki tileinkar sér tæknina nógu fljótt, verður fljótlega einmana á sviðinu.

Það hefur gengið hraðar í öðrum atvinnugreinum að taka stafræna skrefið. Þar hafa stafræn viðskiptamódel fyrir löngu verið tekin í notkun og áætlanir.
Stafræn tækni vinnur á móti lítilli framleiðni og óhagkvæmni. Með hjálp stafrænnar tækni eru gerðar áreiðanlegar og vandaðar áætlanir og með því að fylgja þeim eftir, einnig með hjálp stafrænnar tækni, er komið í veg fyrir tjón, oft stórtjón.

Þróunin byggist ekki á þeirri ákvörðun út af fyrir sig að verða stafræn. Hún byggist á því að velja saman samstarfsaðila sem styðja stafrænu markmiðin og skapa þá menningu í fyrirtækjunum, sem hvetur starfsmennirnir til að leita að nýjum lausnum með hinum stafrænu verkfærum. Þetta getur verið innan stærri fyrirtækja og einnig með aðstoð utan frá. Þetta geta minni aðilar einnig nýtt sér.
Framkvæmdunum þarf svo að fylgja eftir með framvinduskýrslum og með ákvörðunum út frá því sem þær leiða í ljós.

Til að stafræn þróun gangi þarf góða samvinnu milli allra í greininni – lárétt og lóðrétt.

 

Mesti sparnaðurinn og mesta öryggið !

Fyrsti þáttur allra framkvæmda er tilurð hugmyndarinnar og sá næsti að átta sig á umfangi hennar og líklegum kostnaði. Sá þáttur er stöðugt meira unninn stafrænt í byggingargreininni og þá gjarnan stuðst við byggingarverðskrá Hannarrs. Tölvan reiknar þá út kostnaðinn út frá gerð og stærð hússins – stöðluð áætlun. Með því er hugmyndasmiðurinn kominn með fyrsta svarið á mjög ódýran og einfaldan hátt, þ.e. svarið við spurningunni: Hvernig hús get ég byggt og hversu stórt.

Með svarinu er kominn grundvöllurinn að þriðja þættinum þ.e. hönnuninni. Hönnunarþátturinn er allur stafrænn í dag, sem gefur hönnuðunum mikla möguleika við hönnunina – CAD teiknikerfi.

Fjórði þátturinn er nákvæm kostnaðaráætlun. Hún er að miklu leyti unnin í tölvum, en í mismunandi tölvukerfum, sumum sérhönnuðum fyrir verkefnið eins og – BYGG-kerfið. Þar sem það er heildarkerfi þá næst samspil á milli verkþáttanna og tenging og þar með mesti vinnusparnaðurinn og mesta öryggið.

Margir nota BYGG-kerfið og geta þeir nýtt sér þennan ávinning, en ljóst er að þarna er enn mikil vinna eftir við að auka notkun stafrænna aðferða, með fjölgun notenda og ná þeim sparnaði og öryggi sem því fylgir. Þetta er því sá þáttur sem er kominn styttst í stafrænu þróuninni.

Við hjá Hannarr höfum unnið að því að hanna og þróa BYGG-kerfið og viljum hér gera nokkra grein fyrir þremur mikilvægum þáttum kerfisins. Þetta er annars vegar gerð vandaðara kostnaðar- og verkráætlana og hins vegar eftirfylgni þeirra á framkvæmdatíma með framvinduskýrslum og ákvörðunum sem þeim fylgja. Þessir þættir eru grundvöllur þess að ná tökum á því meini sem hrjáir framkvæmdir á Íslandi og hefur gert lengi, þ.e. óásættanleg framúrkeyrsla á tíma og kostnaði.

Notendur kerfisins eru margir, stórir og smáir og eru verk sem unnin hafa verið í kerfinu nú að nálgast fjórða þúsundið.

 

Nákvæm kostnaðaráætlun – rétt áætlun

Nákvæm kostnaðaráætlun leggur sjálfkrafa grunninn að mörgum verkefnum við húsbygginguna, svo sem:

• Kostnaðaráætlun hússins
• Magntöluskrá í útboði
• Verklýsingum í útboði
• Tilboði í framkvæmdir
• Verkáætlun við framkvæmdir
• Verkuppgjör við framkvæmdir
• Samningum um framkvæmdir
• Eftirliti með kostnaði (Framvinduskýrslur)
• Eftirliti með verktíma (Framvinduskýrslur)
• Greiðsluákvarðanir við framkvæmdir

Með þessum grunni sparar notandanum sér mikinn tíma og kostnað og þessar upplýsingar gefa möguleika á að bregðast tímanlega við frávikum í verktíma og kostnaði. Þetta eykur líka öryggi framkvæmdarinnar þar sem unnið er með sömu gögnin við mismunadi verkþætti.

 

Útboð og tilboð í framkvæmdina
Verkkaupi nær almennt hagkvæmasta verðinu með því að bjóða út verk og samningurinn er þá tilbúinn fyrirfram að frátalinni upphæðinni. Verktími liggur fyrir, teikningar, magn, verklýsingar og lýsing á samskiptum samningsaðila. Allir þessir þættir eru unnir á stafrænan máta.

 

Framvinduskýrslur – koma í veg fyrir framúrkeyrslu á verktíma

Við framkvæmdina skiptir öllu máli að verkið sé unnið á þann hátt sem samningar segja til um. Til að passa upp á það eru notaðar framvinduskýrslur. Með þeim er reglulega fylgst með verktímanum og hann borinn saman við upphaflega verkáætlun. Ef stefnir í frávik samkvæmt framvinduskýrslunum þá fær verkkaupinn tímanlega upplýsingar um það og getur gripið til aðgeða til að leiðrétta það.

Á sama hátt er fylgst með kostnaði og er hægt að krefjast skýringa og leiðréttinga ef kostnaður er meiri en samningar segja til um. Ekki er nóg að gera áætlanir og bíða svo og sjá svo til í lokin hvernig hefur tekst að fylgja þeim. Verkum þarf að fylgja eftir með reglulegu eftirliti bæði gæðum þess, kostnaði og tíma.

Verkáætlanir og uppfærsla þeirra er þannig annar mikilvægasti þátturinn í framvinduskýrslunum og er verkáætlunarkerfið í BYGG-kerfinu sérsniðið fyrir þá notkun ásamt framvinduskýrslunum.

Kostnaðaráætlanir og eftirlit með kostnaði er hinn mikilvægasti þátturinn í framvinduskýrslunum, en kostnaðarauki er aldrei sjálfgefinn, um hann þarf að fjalla og samþykkja hann áður en hann er tekinn til greina.

Eftirfarandi fylgigögn er einnig að finna í framvinduskýrslunum, gátlista, verkuppgjör og greiðsluyfirlit og eru þau gögn einnig stafræn.

Að auki fylgir BYGG-kerfinu app til að senda myndir inn í verk í kerfinu, gátlistar o.fl.

Nýtt sérhannað verkáætlunarkerfi í BYGG-kerfinu

Látið ekki verktíma og kostnað verksins fara úr böndunum !

Með vandaðri áætlanagerð er tekin ákvörðun á réttum forsendum og með hjálps virks eftirlits, þar sem verkáætlanir og framvinduskýrslur gegna mikilvægu hlutverki, er gripið tímanlega í taumana til að komast hjá tjóni vegna seinkunar á framkvæmdatíma og aukins kostnaðar.  Samþykkt verkáætlun sýnir það tímabil sem verkið á að taka.

Eftirlitsaðili verksins fylgist náið með framvindu verksins, bæði tíma og kostnaði.  Með hjálp verkáætlunarkerfisins og framvinduskýrsla BYGG-kerfisins er áætlunum fylgt fast eftir og komið í veg fyrir að verklok og kostnaður stangist á við gerða samninga um verkið, þegar upp er staðið.

Með notkun stafrænna tækni við stjórnun, eftirlit og viðhald bygginga er komið í veg fyrir framúrkeyrslu kostnaðar og tíma.

Vakin er athygli þeirra sem bera ábyrgð á byggingarframkvæmdum og á viðhaldi bygginga hér á landi að fjölda þeirra notar í dag stafræna tækni til að undirbúa og halda utan um slík verkefni og þeim fjölgar stöðugt. Þessi tækni sem er hugbúnaður hefur reyndar verið á markaðnum í áratugi en var endurhannaður sem netkerfi fyrir sex árum. Frá þeim tíma hefur verið í gangi þróun hugbúnaðarins, sem miðað hefur að því að nýta sem best þá fjölbreyttu möguleika sem netheimar bjóða upp á til að fullkomna hann.

Við teljum að þetta hafi tekist vel sem sjá megi m.a. á fjölda notanda nú og á því hverjir þeir eru. Notendurnir eru ríki og sveitarfélög, opinberar stofnanir, verkfræðistofur og arkitektar, aðrir framkvæmdaraðila, verktakar og aðrir sem koma að byggingarmálefnum á einhvern hátt. Einnig á því að kerfin eru notuð sem kennslutæki í þeim háskóla landsins sem sérhæfir sig í að mennta einstaklinga í byggingargreinum.

Fyrirrennari þessa hugbúnaðar var Byggingarlykill Hannarrs, en hann kemur enn út í bókarformi.

Netkerfin eru tvö, annars vegar BYGG-kerfið, sem heldur utan um undirbúning, áætlanagreð og samninga og utan um framkvæmdir á meðan á þeim stendur og annað sem tilheyrir framkvæmdum.
Hitt er Viðhaldskerfið sem tekur þá við og er notað til að gera með viðhaldsáætlanir til langtíma og skammtíma og útbúa gögn til undirbúnings viðhaldsframkvæmdum á hverjum tíma. Í Viðhaldskerfinu eru m.a listar til nota við ástandsskoðanir húsa að utan og innan, sem má færa með appi eða beint í netkerfinu.

Þessi tvö kerfi vinna saman, en má einnig nota annað án hins.

Vakin er hér sérstök athygli á framvinduskýrslum í BYGG-kerfinu, en þar er haldið utan um hvert verk fyrir sig á á þann hátt að verkkaupi fái á hverjum tíma upplýsingar um stöðu verksins og samanburð bæði við upphaflega kostnaðaráætlun og við samþykkta tímaáætlun (verkáætlun). Þetta er mjög gagnlegt fyrir verkkaupann þar sem hann getur þannig brugðist strax við og komið í veg fyrir að eitthvað fari á annan veg en samningar eða væntingar hans gerðu ráð fyrir.

Nánar má lesa um þessi netkerfi á heimasíðu Hannarrs www.hannarr.com og veitir Hannarr ehf þær upplýsingar um kerfin sem óskað er eftir. Einnig er boðið er upp á gjaldfría mánaðar prufuáskrift að kerfunum.

Framvinduskýrslum bætt við í BYGG-kerfið

Mikilvægt er að eftirlitsaðili verka fylgist náið með framvindu þeirra verka sem hann hefur eftirlit með, bæði kostnaðarlega og tímanlega.  Nú er búið að hanna form fyrir framvinduskýrslur fyrir BYGG-kerfið, svo nú þarf engum að koma á óvart við verklok að verkinu væri ekki skilað á umsömdum tíma og kostaði miklu meira en til stóð.

Stöðugt eru að koma upp slík mál, þar sem verk hefðu vafaust aldrei verið unnin, ef tími og kostnaður við þau hefðu legið fyrir í upphafi.  Ekki skal gert ráð fyrir að verið sé að blekkja þann sem vill vinna verkið með því að áætla það ódýrara en raunhæft er og fljótunnara.

Með vandaðri áætlanagerð og virku eftirliti þar sem framvinduskýrslur gegna mikilvægu hlutverki má grípa tímanlega í taumana og komast hjá tjóni vegna vanáætlaðs framkvæmdatíma og vanáætlaðs kostnaðar.