Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum má lesa það að ekki sé auðvelt að rekja loftlagsáhrif byggingariðnaðarins og að stærsti hluti áhrifanna virðist vera frá byggingartíma fasteigna.

Vegna þessara orða viljum við benda á að ef byggt er hefðbundið fjölbýlishús upp á 3.800 m2 br. sem kostar um 1,5 miljarð í byggingu þá kostar það um 2,0 miljarða kr. að halda því við næstu 80 árin og um 100 miljónir að fjarlægja það í lokin.
Sé verið að velta fyrir sér heildarkostnaðinum þá er hann því 3,6 miljarðar og þar af minnihlutinn í upphafi, þ.e. byggingarkostnaðurinn. Hér þarf því augljóslega að skoða tímabilið allt frá hugmynd að húsi og þar til það er horfið af yfirborði jarðar, til að fá heildarmynd af kostnaði og loftlagsáhrifum þess.

Til viðbótar þessari upphæð má leggja til fasteignagjöld og ef við áætlum þann lið 0,18% sem er fasteignarskattur íbúðarhúsnæðis, hann er 1,6% af öðru húsnæði, þá bætist við kostnaðarliður upp á 216 miljónir kr. og verður heildarkostanðurinn þá rúmlega 3,8 miljarðar á líftíma hússins. Einnig má bæta við gjöldum til veitna, vaxtagjöldum ofl. sem er ekki gert hér.

Með notkun BYGG-kerfisins með Viðhaldskerfinu sem viðbót þá má lesa nákvæmlega magn og kostnað hvers þáttar í byggingunni, bæði kostað við nýbyggingu hennar og kostnað við viðhald hennar yfir líftíma hennar. Hversu mikið hver þáttur kostar og hvaða áhrif hann hefur á losun gróðurhúsalofttegunda á líftíma hússins fer m.a. eftir endingu hans.

Dæmi um þetta er t.d.

Steinsteypa um 2000 m3 kemur einu sinni fyrir á 80 árum = 2.000 m3
Parket um 1520 m2 kemur tvisvar fyrir á 80 árum = 3.040 m2
Elhúsinnrétting um 152 lm kemur þrisvar fyrir á 80 árum = 456 lm
Málun inni um 1400 m2 kemur sex sinnum fyrir á 80 árum = 8.400 m2

Ganga má út frá að hver þáttur losi ákveðnar gróðurhúsalofttegundir og með því að bæta þeim upplýsingum við þá er komið svar við því hver losun þessa húss er á líftíma þess.

BYGG-kerfið með Viðhaldskerfinu er þannig hjálpartæki sem auðvelt er að nota við að reikna magn, kostnað og losun gróðurhúsalofttegunda húsa á líftíma þess og fá sundurliðun þess fyrir hvern þátt byggingarinnar.
Með þessu er ekki bara auðvelt að velja hagkvæmustu byggingarefnin heldur einnig að velja þau byggingarefni sem losa minnsta magn gróðurhúsalofttegunda. Þessir tveir þættir fara auðvitað ekki saman en er góður grunnur að efnisvali eftir því hvað lögð er áhersla á.