Búið er að bæta inn vali á að vinna eingöngu með verkþætti þess verks sem verið er að vinna með hverju sinni, eða með verkið og byggingarverðskrána samtímis, eins og verið hefur. Þetta auðveldar notendanum bæði yfirsýn yfir verkið og auðveldar honum að vinna með verkþætti þess, magntölur, texta, verð og verklýsingar. Hann hefur áfram sömu möguleika á að ná sér í gögn úr verðskránni með því að velja “Verkið og Byggingarlykillinn”.