Í sumar höfðu notendur BYGG-kerfisins skráð á þriðja þúsund verka í BYGG-kerfið. Þetta hefur gerst á þeim þremur árum sem boðið hefur verið upp á aðgang að BYGG-kerfinu. Við hjá Hannarr ehf erum mjög ánægð með að sá sem skráði tvöþúsundasta verkið var einn af fyrstu notendum kerfisins. Við þökkum honum fyrir ánægjuleg viðskipti og vonum að við stöndum okkur í að þróa og viðhalda kerfinu þannig áfram að hann sjái sér hag í að vera með þegar næstu áföngum er náð í fjölda verka.