Nú getur þú afritað kostnaðaráætlanir í BYGG-kerfinu og flutt þær á milli verka.  Þetta sparar vinnu þegar verið er að vinna með eins, eða svipuð verk og eins þegar skipta þarf upp áætlunum í verkhluta.

 Þá geta notendur nú útbúið sniðmát að áætlunum sem þeir geta endurnýtt að vild.

Úr lista áætlana, sem er listi yfir öll verk notanda í kerfinu, er hægt að velja hvaða verk notandinn vill afrita og nota sem grunn að nýrri áætlun.