2.2 Verklýsingar

Þessi liður inniheldur:
Leiðbeiningar fyrir gerð verklýsinga
Gögn, form fyrir vistun verklýsinga og annarra gagna sem tilheyra liðnum


mynd23

Verklýsingar þarf að útbúa þegar verk er boðið út og reyndar einnig ef samið er um verk án útboðs. Þetta svæði er ætlað notendum BYGG-kerfisins fyrir slíkar verklýsingar.
Verklýsingar eru unnar í kafla 1.3 Nákvæmar kostnaðaráætlanir, tilboð og útboð og vistaðar inn í þennan kafla með skipun þar.
Einnig getur notandi samið sínar verklýsingar sjálfur eða fengið þær frá öðrum aðilum og vistað þær inn á svæðið Gögn í þessum kafla, séu þær í tölvutæku formi.
Verklýsingar skulu helst vera í PDF formi þar sem þær eru hluti af samningi milli verkkaupa og verktaka um framkvæmd verksins og þeim má ekki breyta eftir að samið hefur verið um verkið.

Verklýsingarnar eru lýsingar á einstökum verkþáttum, hvernig skuli vinna einstaka verkþætti, hvaða kröfur eru gerðar til efnis- og vinnugæða, hvernig skuli reikna magn o.s.frv.
Þetta er nauðsyn ef verk er boðið út en á einnig við ef samningar eru gerðir án útboðs.

Verklýsing gildir fyrir það verk sem hún fylgir og vísar í. Hún gildir óháð því hver vinnur verkið, með þeim viðbótum og breytingum, sem gerðar kunna að vera á verkinu í samræmi við skilmála verksins. Góð verklýsing á ætíð að lýsa sambærilegum verkum á sama hátt, þó að um mismunandi verk sé að ræða. Hún á að auðvelda gerð útboðsgagna og tryggja að sambærilegar kröfur séu gerðar frá einu verki til annars. Einnig á hún að létta bjóðendum tilboðsgerð sína með því að vera í aðalatriðum í samræmi við hefðbundið og viðurkennt verklag við önnur samskonar eða hliðstæð verk.


Gögn þau sem sett eru hér inn má hlaða inn sem texta, PDF-skjöl eða myndir og prenta síðan út, allt eins og lýst er hér á undan.

Opna má lesaðgang að verklýsingunum, fyrir bjóðendum, verktökum sem samið hefur verið við, eða öðrum sem þurfa að geta flett upp á verklýsingunum. Það gerir notandinn sjálfur með því að úthluta þeim slíkum aðgangi að verkinu.

Fremst í þessum undirflokki eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í flokknum og hvernig skuli vinna með þau. Þar kemur fram m.a. hvernig algengast er að flokka verklýsingarnar og þar með liði í magnskrá, um hvað þær skuli fjalla, hvernig magntölur eru ákveðnar, hvaða einingar skuli nota, hvernig magn er mælt o.s.frv. Þessu er einnig lýst í kafla 2.3 Magntölur, sem er næstur hér á eftir.