Byggingakostnaður fer nú lækkandi eins og sést t.d. á þeim tilboðum sem menn eru að gera í verk þessa dagana. Ástæðurnar eru þær helstar, að atvinnuleysið verður til þess að menn eru tilbúnir að vinna fyrir lægra kaup en ella, en einnig vegna þess að lóðaverð fer lækkandi og að krónan er að styrkjast. Þeir sem eru að byggja íbúðir fá að auki meiri afslátt á virðisaukaskattinum en áður.

Kostnaður við húsbyggingar er að lækka m.a. af þessum ástæðum, um 8-9% frá því í janúar, samkvæmt okkar tölum í Byggingarlyklinum og þar af er helmingurinn vegna lækkandi lóðarverðs (gatnagerðagjalda). Ekki er inn í þeim tölum lækkun vegna aukinnar endurgreiðslu á VSK, en þá lækkun má meta upp á 1,0 – 1,5% af heildarverði íbúðar.

Byggingavísitalan hefur nánast staðið í stað á sama tíma