1.8 Fundargerðir

Þessi liður inniheldur:
Fundargerðir, eyðublað
Annað, autt form fyrir vistun annarra gagna sem tilheyra liðnum


Fundi skal halda reglulega á meðan á hönnun stendur, nema aðilar komi sér saman um annað. Fundargerðir ritar hönnunarstjóri, verkkaupi eða einhver annar sem aðilar hafa komið sér saman um. Hann færir fundargerðir inn í BYGG-kerfið a.m.k. 2 dögum fyrir næsta fund. Þar eiga fundarmenn þá að hafa aðgang að fundargerðum til aflestrar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við fundargerðina á næsta fundi, teljast samþykkir henni.

Hér fylgir eyðublað fyrir skráningu fundagerða sem skal geyma í BYGG-kerfinu a.m.k. á meðan á hönnun, útboði og samningum og framkvæmdum stendur. Eyðublaðið má nota með því að fylla í eyður þess eða með því að breyta því á annan hátt, en einnig getur notandinn fært inn fundargerðirnar á annan þann hátt sem hann ákveður.

Fundargerðir eru færðar inn í kerfið með því að nota skipunina “Browse´” í reitnum Hlaða upp fundargerð. Þeim skal hlaða inn sem PDF-skjali eða myndum með skipuninni “Browse”.

Heppilegast er að geyma fundargerðir undir númerum funda eða fundardagsetningum. Fundargerðir má prenta út að vild.

Á sama hátt má færa inn fylgigögn með fundargerðum.