Heim

ÍST 30 staðallinn
Við notandanum blasir merkið ÍST 30, þegar hann er kominn inn í kerfið og er ástæðan sú að þessi staðall fylgir kerfinu og er hann þar án aukagjalds fyrir notendur. Þessi aðgangur er þó bundinn við eina tölvu. Það eina sem notandinn þarf að gera er að velja ÍST 30 merkið á skjánum og færa inn netfang sitt, nafn og kennitölu og velja síðan hnappinn “senda umsókn”
Fer þá umsóknin til Staðalráðs um að staðallinn verði opnaður fyrir viðkomandi.


Hvernig þú stofnar verk í BYGG-kerfinu
Eftir innskráningu er komið er inn á þá síðu BYGG-kerfisins þar sem valið er verk til að vinna með eða stofna nýtt verk. Verkið er valið af flettilistanum, ef það hefur verið stofnað áður, eða stofanð er nýtt verk með því að velja skipunina, “Stofna nýtt verk” og síðan fært inn það nafn sem á að vera á verkinu og það síðan samþykkt (OK).

Þegar búið er að stofna verk, eða velja áður stofnað verk opnast Aðalvalmynd BYGG-kerfisins og blasa þá við aðalflokkar kerfisins, Undirbúningur, Samningar og Framkvæmdir
Á þessum stað getur notandinn flutt sig á milli verka án þess að fara út úr kerfinu, en það getur verið þægilegt, t.d. ef verið er að vinna í fleiri verkum á sama tíma. Notandinn getur hvar sem hann er staddur í kerfinu og hvenær sem er farið inn á aðalvalmyndina með því að velja orðið Heim, sem sést efst á skjánum t.v.

Þarna er nú komið inn nýtt val í viðbót við þau sem áður voru nefnd, en það er neðst til vinstri á skjánum og nefnist “Stillingar”. Þar setur notandinn inn lógóið sitt og stillir aðgang annarra að verkum sínum, t.d. undirnotenda, sem notandi vill að hafi aðgang að einhverjum köflum í því verki sem um er að ræða, eða raðar niður verkum á verkefnastjóra, ef þeir eru notaðir.