Auglýst útboð

Stærri aðilar


Hér er flett upp á útboðum sem eru í gangi á hverjum tíma á almennum markaði. Þetta er gert annarsvegar með því að fara inn á viðkomandi stofnun, sem auglýsir sín útboð á netinu, en nöfn þeirra birtast hér og þar fyrir neðan eru hins vegar önnur útboð á almennum markaði, en Hannarr viðheldur upplýsingum um þau.

Byggingarlykill Hannarrs sýnir þau útboð sem eru á dagskrá þegar hann kemur út í prentuðu formi, en þeim er síðan viðhaldið hér á netinu og koma þar fram þau útboð sem eru á dagskrá á hverjum tíma.

 

VEGAGERÐIN    RÍKISKAUP   REYKJAVÍKURBORG   RÍKISEIGNIR
 ORKUVEITA REYKJAVÍKUR   LANDSVIRKJUN  RARIK    
ÚTBOÐSVEFUR.IS   TED 


Önnur útboð, svo sem á vegum sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga eru hér fyrir neðan

 


 

SVEITARFÉLAGIÐ ÁRBORG

FRÁGAMGUR OG MALBIKUN 2019

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í verkið:  FRÁGAMGUR OG MALBIKUN 2019.

Verkið felur í sér malbikun, gerð burðarlags og jarðvegsskipti þar sem það á við á g0ngustígum í Árborg. A: StrandsstígurVerktaki skal malbika stíg frá Hauná – að stígsenda við Eyrarbakka. Búið er að leggja út burðarlag í stíg. Verktaki skal því jafna og þjappa burðarlag, bæta við burðarlagið ef vantar og því næst malbika stíg. Um er að ræað malbiksbreidd upp á 2,5 m.
B: Eyrarbakkastígur við Selfoss:Verktaki skal jafna og þjappa núverandi styrktarlag, leggja út burðarlag (5 cm þykkt), jafna og þjappa það og malbika síðan göngustíg (malbiksbreidd 2,5 m).

C: Selfoss-stígur:Verktaki skal jafna grafa óburðarhæf jarðlög uppúr stíg og leggja út styrktarlag.

D: Hraunteigsstígur, Eyrarbakka:Verktaki skal jafna grafa óburðarhæf jarðlög uppúr stíg og leggja út styrktarlag, burðarlag og að lokum malbika stíg, malbiksbreitt á aðalstíg 2,5 m og á tengistígum 2,0 m.
Helstu magntölur eru:
Gröftur:			1.700 m3
Jöfnun og þjöppun á fyllingu:	2.010 m2 
Burðarlag, efni:		 150 m3
Burðarlag, útjöfnun og þjöppun.	9.105 m2
Malbikun Y8:		7.588 m2
Styrktarlag:			2.000 M2

Malbikun skal að fullu lokið 15. september 2019
Verkinu skal að fullu lokið 15. október 2019

Útboðsgögn verða afhent í á rafrænu formi frá og með þriðjudeginum 25. júní 2019.  Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Bárð Árnason hjá Eflu á Suðurlandi með tölvupósti í netfangið ba@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti

Tilboðum skal skila til Eflu verkfræðistofu ehf, Austurvegi 1-5, 800 Selfossi fyrir kl. 11:00  miðvikudaginn 10 júlí 2019 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

 

FRAMKVÆMDA OG VEITUSVIÐ ÁRBORGAR


 MOSFELLSBÆR

DESJAMÝRI 11-14, GATNAGERÐ


Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið:  DESJAMÝRI 11-14, GATNAGERÐ

Um er að ræða framlengingu á götu við Desjamýri ofan við Hlíðartúnshverfið. Vakin er athygli á að aðkoma verktaka liggur framhjá grónu hverfi og því skal verktaki taka tillit til þess.

Helstu verkþættir eru: gatnagerð og veitukerfi í Desjamýri 11-14. Ljúka skal uppbyggingu gatna, ganstíaga og leggja vatns- og holræsa- og hitaveitulagnir auk heimtauga og tengja þær lagnir núverandi veitukerfum.

Helstu magntölur eru:
          Uppgröftur og endurfylling/brottakstur:  	10.300 m3
	Losun klappar:  		                 400 m3
 	Aðflutt fylling:              			10.000 m3
	Malbik:				 1.400 m2
	Skurðsnið/strengjaskurðir:		   600 m
	Fráveitulagnir 150 - 300 mm:		   570 m
	Hitaveitulagnir:			   380 m
	Vatnsveitulagnir:			   820 m
	Ljósa stólpar:			     8 stk
      	    
Verkinu skal að fullu lokið 1. febrúar 2020

Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með kl. 10:00 þriðjudaginn 25 júní 2019.
 
Tilboðum skal skila á sama stað , bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar, eigi síðar en mánudaginn 19. júlí 2019 kl. 13:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

MOSFELLSBÆR


 

FAXAFLÓAHAFNIR SF

SUNDAHÖFN, VIÐEYJARSUND – DÝPKUN 2019-2021 

Faxaflóahafnir sf. óska eftir tilboðum í verkið:  SUNDAHÖFN, VIÐEYJARSUND - DÝPKUN 2019-2021 

Verkið felst í dýpkun hafnarsvæða Sundahafnar á Viðeyjarsundi og snúningssvæði skipa við Skarfabakka, Kleppsbakka og Sundabakka.


Helstu magntölur eru:
	Magn dýpkunarefnis:  		610.000 m3
	Flatarmál dýpkunarsvæðis:	286.000 m2

 	      	    
Verklok: 1. ágúst 2021

Útboðsgögn verða afhent án gjalds á stafrænu formi með að senda póst á netfangið, tender@mannvit.is frá þriðjudeginum 25. júní 2019 

Útboðið hefur verið auglýst á EES, útboð nr. 2019-086810 og eru útboðsgögn á ensku

Tilboð verða opnuð á skrifstofu Faxaflóahafna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík, 20. ágúst 2019 kl. 11:00.

MANNVIT