Auglýst útboð

Stærri aðilar


Hér er flett upp á útboðum sem eru í gangi á hverjum tíma á almennum markaði. Þetta er gert annarsvegar með því að fara inn á viðkomandi stofnun, sem auglýsir sín útboð á netinu, en nöfn þeirra birtast hér og þar fyrir neðan eru hins vegar önnur útboð á almennum markaði, en Hannarr viðheldur upplýsingum um þau.

Byggingarlykill Hannarrs sýnir þau útboð sem eru á dagskrá þegar hann kemur út í prentuðu formi, en þeim er síðan viðhaldið hér á netinu og koma þar fram þau útboð sem eru á dagskrá á hverjum tíma.

VEGAGERÐIN    RÍKISKAUP    REYKJAVÍKURBORG   
RÍKISEIGNIR   
 
ORKUVEITA REYKJAVÍKUR    LANDSVIRKJUN   
RARIK    TED    mbl.is


Önnur útboð, svo sem á vegum sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga eru hér fyrir neðanHAFNARFJARÐARHÖFN OG HAFNARFJARÐARBÆR

FLENSBORGARHÖFN OG ÓSEYRARSVÆÐIÐ
HUGMYNDASAMKEPPNI UM FRAMTÍÐARSKIPULAG


Hafnarfjarðarhöfn og Hafnarfjarðarbær, í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efna til opinnar hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis, sem er í dag hluti hafnarsvæðis Suðurhafnar í Hafnarfirði.  Fyrirhugað er að skipuleggja svæðið upp á nýtt með breyttum forsendum, endurskilgreindum skipulagsmörkumog endurskoðuðu aðalskipulagi Hafnarfjarðar.
 Meginmarkmið samkeppninnar er að kalla fram hugmyndir um blandaða og þétta byggð við Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði í sátt við aðliggjandi svæði og hafnarstarfsemi og í takti við ríka sögu og gæði staðarins.  Byggðin þarf að hafa sterka tengingu við sjávarsíðuna og bjóða upp á skjólrík svæði fyrir mannlíf.  Áhersla er lögð á góðar tengingar við aðliggjandi byggð og miðbæinn.  Stækkun smábátahafnarinnar er aðkallandi ásamt góðri aðstöðu fyrir fiskibáta, siglingarklúbb og og móttöku skemmtiferðaskipa.

Samkeppnin er öllum opin til þáttöku og er keppnislýsing aðgegnileg á vef Hafnarfjarðarbæjar hafnarfjordur.is og á vef Arkitektafélags Íslands ai.is.  Aðgengi að verkefnisvef, þar sem nálgast má öll ítargögn samkeppninnar, verður afhent af trúnaðarmanni gegn skráningu til þáttöku frá 15. janúar 2018

Frestur til að skila tillögum rennur út 9. apríl 2018

ARKITEKTAFÉLAG ÍSLSNDS – HAFNARFJARÐARHÖFN – HAFNARFJARÐARBÆRHAFNARFJARÐARBÆR

KNATTHÚS Í KAPLAKRIKA


Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í að hanna og byggja:
 KNATTHÚS Í KAPLAKRIKA.

Og skila því fullbúnu til notkunar.

Húsið skal vera 74×111 m að innanmáli eða 8.214 m2 og lágbygging við gafl hússins um 84 m2, samtals um 8.300 m2.  Lágmarkshæð knatthúss við útvegg skal vera 8 m og lágmarkshæð í mæni skal vera 21 m.

Skil á tillögum ásamt tilboðsverði eru hjá umhverfis- og skipulagsþjónust bæjarins að Norðurhellu 2, þriðjudaginn 13 mars 2018, kl. 11:00 
 
Þeir sem óska eftir að fá send útboðsgögn skulu senda beiðni um það á netfangið stefan@vsb.is

HAFNARFJARÐARBÆR – 585 5500
hafnarfjordur.is


 

GARÐABÆR
ENDURNÝJUN Á KNATTSPYRNUGRASI

Garðabær auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í opnu útboði vegna endurnýjunar á knattspyrnugrasi á núverandi fjaðurlag aðalvallar á íþróttasvæði Stjörnunnar í Ásgarði

  
Lýsing á útboði:
Útvegun og fullnaðarfrágangur knattspyrnugrass á núverandi fjaðurlag (púða) á aðalvöll á svæði Stjörnunnar í Ásgarði í Garðabæ.

Helstu kennitölur:
Rif og förgun á núverandi yfirborði – Nýtt knattspyrnugras ofan á núverandi fjaðurlag (púða)
Flatarmál aðalvallar 74 x 111 m: 8.214 m2

Helstu tímasetningar:

    Prófun á núverandi fjaðurlagi (púða) 21. mars 2018
    Rif og förgun núverandi yfirborðs 30. mars 2018
    Fullnaðarfrágangur á nýju knattspyrnugrasi 19. apríl 2018

Heildarverkið skal að fullu lokið eigi síðar en 19. apríl 2018.
Hægt verður að nálgast útboðsgögnin á vef Garðabæjar, gardabaer.is frá mánudeginum 19. febrúar kl. 12.
Tilboð skulu hafa borist VSÓ Ráðgjöf, Borgartúni 20 fyrir opnun tilboða miðvikudaginn 28. febrúar 2018 kl. 11.00,

GARÐABÆRSVEITAFÉLAGIÐ ÁRBORG

HAGALAND 2. ÁFANGI 2018 – GATMAGERÐ OG VEITUR

Sveitafélagið Árborg óskar eftir tilboðum í verkið:
 

HAGALAND 2. ÁFANGI 2018 – GATMAGERÐ OG VEITUR

Verkið felst í jarðvinnu vegna gatnagerðar, fráveitulagna og veitna ásamt lagnavinnu, malbikun og yfirborðsfrágangi. 

Útboðsgögn verða afhent á USB-lykli á skrifstofu Framkvæmda- og veitusviðs Árborgar við Austurveg 67 á Selfossi, frá og með mánudeginum 22. janúar nk. kl. 13:00. 

Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 11:00 föstudaginn 9. febrúar 2018.  Tilboð verða opnuð sama dag kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Verklok eru 15. september 2018

Helstu magntölur eru:


Gröftur á lausu efni:    15.700 m3
Fleygun:   1.640 m3
Neðra burðarlag: 1.760 m2
Fráveitulagnir:  2.000 m
Vatnsveitulagnir: 5,850 m
Stofnskurðir veitna:    290 m
Malbikun: 4.525 m2

FRAMKVÆMDA- OG VEITUSVIÐ ÁRBORGAR 


MOSFELLSBÆR 
FJÖLNOTA ÍÞRÓTTAHÚS


UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR auglýsir eftir þáttakendum í forvali fyrir alútboð vegna byggingar á fjölnota íþróttahúsi við Varmá í Mosfellsbæ
Stærð hússins verður um 3.850 m2 (74×52 m) auk anddyrisbyggingar.  Í húsinu verður knattspyrnuvöllur lagður gervigrasi og hlaupabraut við hlið vallarins ásamt gangbaut umhverfis völlinn.

Gert er ráð fyrir að húsið verði byggt út tvöföldum PVC dúk á stálgrind en undirstöður verði steinsteyptar og einni verði hluti útveggja steinsteyptir.  Skila skal fullbúnu húsi fullfrágengnu húsi að utan og innar, með fullbúinni lóð.  Almennt gildir að fastabúnaður er innifalinn en lausabúnaður ekki.  
 


Heiti verkefnisins er:  Fjölnota íþróttahús við Varmá
  


Helstu verkþættir eru:

Jarðvinna
Uppsteypa húss
Reising stálgrindar og klæðning
Frágangur innanhúss, þ.m.t. lagnakerfi
Frágangur á gervigrasi, hlaupa og gögnubrauta 
Frágangur lóðar

Forvalsgögn verða send í tölvupósti þeim sem óska eftir að taka þátt í forvali frá og með þriðjudeginum 30. janúar 2018

Óskir um forvalsgögn skal senda á netfangið gk@verkis.is, með upplýsingum um nafn fyrirtækis, nafn tengiliðar ásamt tölvupóstfangi  og símanúmari.

Skila skal útfylltum forvalsgögnum í lokuðu umslagi merktu á eftirfarandi hátt til afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2 hæð, eigi síðar en þriðjudaginn 13 febrúar 2018, klukkan 16:00


UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR 

 


 

NORÐURÞING 
SLÖKKVISTÖÐ OG HAFNIR

 


 Eignasjóður Norðurþings óskar eftir tilboðum í nýbyggingu á slökkvistöð og aðstöðu starfsmanna slökkviliðs og hafna.

Um er að ræða nýja aðstöðu á nýrri lóð við Norðurgarð á Húsavík og samanstendur nýbyggingin af tveimur megin byggingarhlutum, þ.e. mannvistarhluta (308,9 m2) og tækjasal (708,25 m2).
Mannvirkjahlutinn er byggður úr forsteyptum samlokueiningum á staðsteyptri gólfplötu á einni hæð með flötu þaki.  Veggir eru með steyptri áferð og standandi lerkiklæðningu að hluta.

Tækjasalur er hefðbundið stálgrindarhús á staðsteyptri gólfplötu, klætt að utan með PIR samlokueiningum.

Innveggir eru ýmist léttir og gifsklæddir eða forsteyptir.  Húsið er fullinnréttað.


Helstu magntölur:

Gröftur/fylling                                             550/1.420 m3
Bendistál                                                          19.000 kg
Steypa í sökkla og plötur                                    270 m3
Stálgrindarhús
 (Lxbxh, 35,2×20,2×3,7/7,6 m)     708 m2
Forst. útveggjaeiningar                                      215 m2
Forst. innveggjaeiningar                                    165 m2
Forst. filigran                                                       282 m2
Gólfhitalagnir                                                     4.610 m
Loftræstikerfi                                                     8.000 m3/klst.  
Kerfisloft                                                                270 m2
Gifsklæddir innveggir                                          412 m2
Útihurðir og gluggar                                              35 stk 

Verkinu skal að fullu lokið 1. nóvember 2018

Útboðsgögn verða afhent á verkefnavef verksins frá 17. janúar 2018.  Til að fá aðgang að vefnum þarf að senda upplýsingar um nafn fyrirtækis, forráðamanns, netfang og síma á póstfangið: helgi.palsson@efla.is

Tilboðum skal skila á skrifstofu Faglausn ehf, Gaðsbraut 5, 640 Húsavík, eigi síðar en 7. febrúar 2018, kl 11:00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska. 

 

NORÐURÞING 

 


 

BÓLSTAÐAHLÍÐ 41 
ENDURNÝJUN ÞAKS

STJÓRN BÓLSTAÐAHLÍÐAR 41, kt. 670487-1219 óskar eftir tilboðum í verkið:
 

 ENDURNÝJUN Á ÞAKI SJÖ HÆÐA BLOKKAR.

Verkið nær til endurnýjunar á þakpappa og þakjárni ásamt viðgerð á þakkanti. 

Helstu magntölur eru:

Fallvarnir:   95 m
Þakflötur: 500 m2
Þakkantar: 55 m

Upphaf framkvæmdatíma, maí 2018
Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 31. ágúst 2018

Útboðsgögn verða afhent rafrænt.
Áhugasamir sem óska eftir útboðsgögnum sendi póst þess efnis á netfangið: kristinn@h45.is   

Tilboð verða opnuð 8 febrúar 2018

Frekari upplýsingar veitir Baldur Einarsson í síma 893 9903 eða baldureinars@simnet.is

BÓLSTAÐAHLÍÐ 41