Auglýst útboð

Stærri aðilar


Hér er flett upp á útboðum sem eru í gangi á hverjum tíma á almennum markaði. Þetta er gert annarsvegar með því að fara inn á viðkomandi stofnun, sem auglýsir sín útboð á netinu, en nöfn þeirra birtast hér og þar fyrir neðan eru hins vegar önnur útboð á almennum markaði, en Hannarr viðheldur upplýsingum um þau.

Byggingarlykill Hannarrs sýnir þau útboð sem eru á dagskrá þegar hann kemur út í prentuðu formi, en þeim er síðan viðhaldið hér á netinu og koma þar fram þau útboð sem eru á dagskrá á hverjum tíma.

 

VEGAGERÐIN    RÍKISKAUP   REYKJAVÍKURBORG   RÍKISEIGNIR
 ORKUVEITA REYKJAVÍKUR   LANDSVIRKJUN  RARIK    
ÚTBOÐSVEFUR.IS   TED 


Önnur útboð, svo sem á vegum sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga eru hér fyrir neðan

 


 

 SVEITARFÉLAGIÐ ÖLFUS

SAMBYGGÐ 14-20, GATNAGERÐ

Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir tilboðum í :  SAMBYGGÐ 14-20, GATNAGERÐ

Verkið felst í gerð á nýjum götum við Sambyggð í Þorlákshöfn. 
Verktaki skal jarðvegsskipta götustæði skv. kennisniðum og leggja styrktarlag.
 Verktaki skal einnig leggja fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu og ýmist leggja eða aðstoða við lagningu annarra veitulagna.

Verklok eru 1 ágúst 2019

Helstu magntölur eru:

Gröftur:             400 m3
Styrktarlag:             400 m3
Fráveitulagnir:           285 m
Vatnsveitulagnir: 200 m
Hitaveitulagnir: 330 m

Útboðsgögn verða afhent í á rafrænu formi frá og með þriðjudeginum 19 mars 2019.  Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Eggert hjá Eflu á suðurlandi með því að senda tölvupóst á netfangið efla@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti. 

Tilboðum skal skila á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, fyrir kl. 11:00 föstudaginn 5. apríl 2019 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

BYGGINGARFULLTRÚINN Í ÞORLÁKSHÖFN


 SVEITARFÉLAGIÐ ÖLFUS

VESTURBAKKI – ÖLFUSBRAUT, FRÁVEITA OG VATN

Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir tilboðum í :  VESTURBAKKI - ÖLFUSBRAUT, FRÁVEITA OG VATN

Verkið felst í að leggja o400 fráveitulögn og o180 vatnsveitulögnmeðfram háspennustreng RARIK, frá núverandi fráveitulögn við vesturbakka og í gegnum Ölfusbraut. Fleyga skal lagnaskurð, grafa upp laust og losað efni.  Einnig skal malbika yfir lagnaskurð gegnum Ölfusbraut.

Verklok eru 1 ágúst 2019

Helstu magntölur eru:
          Gröftur:                 1.700 m3
	Fleygun:               1.700 m3
 	Fráveitulagnir:             207 m
          Vatnsveitulagnir:     285 m 	    

Útboðsgögn verða afhent í á rafrænu formi frá og með þriðjudeginum 19 mars 2019.  Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Eggert hjá Eflu á suðurlandi með því að senda tölvupóst á netfangið efla@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti. 

Tilboðum skal skila á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, fyrir kl. 10:00 föstudaginn 5. apríl 2019 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

BYGGINGARFULLTRÚINN Í ÞORLÁKSHÖFN


 

 HAFNARFJARÐARBÆR

SKARÐSHLÍÐ 3. ÁFANGI

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í gatnagerð, breytingar á lagnakerfum og lokafrágangi núverandi gatna í Skarðshlíð 3. áfanga vegna breytts skipulags í hverfinu.
Útboðsgögn verða seld hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu, Norðurhellu 2, frá og með þriðjudegi 19. mars 2019.  Verð kr. 5.000.- 
Tilboð verða opnuð á sama stað , fimmtudaginn 04. apríl 2019, kl. 11:00

Verklok eru 15 september 2019

Helstu magntölur eru:

Upprif malbiks:             680 m2
Uppúrtekt úr götum og stéttum: 960 m3
Upprif á núverandi fráveitulögnum: 450 m
Lagnaskurðir:            45 m
Losun á klöpp í skurðum:             40 m
Fráveitulagnir: 45 m
Snjóbræðslulagnir: 4.960 m
Neðra burðarlag: 1.425 m3
Efri burðarlög: 4.770 m2
Malbikun 4.380 m2    

HAFNARFJARÐARBÆR 

585 5500 – hafnarfjordur.is


 

 STYKKISHÓLMSBÆR

GRUNNSKÓLI OG AMTBÓKASAFN, ENDURGERÐ LÓÐAR 1. ÁFANGI 
Stykkishólmsbær óskar eftir tilboðum í verkið:  GRUNNSKÓLI OG AMTBÓKASAFN, ENDURGERÐ LÓÐAR 1. ÁFANGI 

Verkið felst í endurgerð lóðar við Grunnskóla og Amtsbókasafn.  Það er norðurhluti lóðar sem er tekinn fyrir í fyrsta áfanga, um það bil 6.400 m2. Helstu verkliðir eru jarð- og lagnavinna, uppsetning ljósastólpa, landmótun og frágangur á stéttum sem tilheyra 1. áfanga. 

Helstu magntölur eru:

Jarðvegsfyllingar:             2.750 m3 Steyptar stéttar: 340 m2 Regnvatnslagnir: 257 m Ljósastólpar: 13 stk

Verklok eru 9 ágúst 2019

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá póstfanginu stykkisholmur@stykkisholmur.is frá og með 18. mars 2019

Tilboð skulu hafa borist skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, eigi síðar en mánudaginn 15. apríl 2019, kl 10:00, þar sem þau verða opnuð.

SKIPULAGS- OG BYGGINGARFULLTRÚINN Í STYKKISHÓLMI 


 

 MOSFELLSBÆR

HELGAFELLSSKÓLI NÝBYGGING, 2-3. ÁFANGI

Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið:  HELGAFELLSSKÓLI NÝBYGGING, 2-3. ÁFANGI

Mosfellsbær vinnur að byggingu grunn- og leikskóla í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ við Gerplustræti 14.  Uppbygging hefur verið unnin í nokkrum áföngum. Búið er að byggja fyrri hluta skólans þ.e.a.s. 1. áfanga ásamt því að leikskóli og hluta lóðar er að ljúka á næstu mánuðum.  Helgafellshverfi er í örri uppbyggingu. 
Verktaki sem fær verkefnið mun þurfa að gera ráð fyrir og taka tillit til m.a. nágranna, umferðar íbúa sem og annarra verktaka í og við byggingarsvæði og sérstaklega mikilvægt er að verktaki taki tillit til og lágmarki rask á skólastarfi sem hafið er í fyrri áföngum Helgafellsskóla.
Helstu verkþærrir eru: Jarðvinna fyrir sökklum, uppsteypa, forsteyptar einingar, holplötur og þakeiningar.  Gluggar og hurðir einangrun og klæðningar.  Þakfrágagnur, niðurföll og grunnlagnir.  Innanhúss- utanhúss- og lóðarfrágangur  

Helstu magntölur eru:

	Jarðvinna:                        
	Brúttó gólfflötur:                          4.336 m2
	Steypustyrktarstál:                         106 tonn
	Steypa:                                 1.367 m3
	Forsteyptar einingar (með ein. og veðurkápu:   1.495 m2
	Þakeiningar með burði, ein. og vatnsvörn:     1.225 m2
	Holplötur:                               2.420 m2
	Útihurðir og gluggar:                        305 m2
	Þakfrágangur:                             600 m2
	Léttir veggir:                             1.353 m2         	
	Ýmis kerfisloft:		          3.901 m2
	Málun innanhúss:                        10133 m2	
	Ýmis gólfefni:                            3.804 m2
	Sérsmíðaðar innréttingar:                     43 stk
	Innihurðir:                                 98 stk
	Glerveggir:                                48 m2
	Lóðafrág.: (gervigras, beð, hellur, malbik o.fl.   4.100 m2

Verklok eru 6 júní 2021
Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með kl. 10:00 föstudaginn 15. mars 2019

 Tilboðum skal skila á sama stað, bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð, eigi síðar en föstudaginn 5. apríl 2019 kl. 13:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR 


 

 SVEITAFÉLAGIÐ ÁRBORG

UPPBYGGING OG REKSTUR LJÓSLEIÐARARKERFIS

EFLA verkfræðistofa óskar eftir tilboðum í uppbyggingu og rekstur ljósleiðarakerfis í dreifbýli Árborgar

Gert er ráð fyrir að bjóðandi verði eigandi kerfisins og allar fjárfestingar í efni og öðru sem tengist því verði eignfærðar á hann.  Jafnframt sjái bjóðandi um rekstur þess til frambúðar.  Uppbyggingunni er skipt í tvo áfanga.  Verklok uppbyggingar áfanga 1 eru eigi síðar en 20.12.2019.  Verklok áfanga 2 eru eigi síðar en 31.08.2020.

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með miðvikudeginum 27. mars 2019.  Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Reyni Valdimarsson með tölvupóstinum reynir.valdimarsson@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögn send í tölvupósti.

Tilboðum skal skila á Verkfræðistofuna EFLU, Austurvegi 1-5, 800 Selfossi fyrir kl. 11:00 mánudaginn 8 apríl 2019, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

EFLA VERKFRÆÐISTOFA – SVEITAFÉLAGIÐ ÁRBORG


 

 KÓPAVOGSBÆR

FÆRANLEGAR KENNSLUSTOFUR

Kópavogsbær óskar eftir tilboðum í 5 færanlegar kennslustofur uppsettar og tilbúnar til notkunar.

Í verkinu felst að hanna og byggja fimm færanlegar kennslustofur og skila fullbúnum til notkunar fyrir 20 ágúst 2019. Kennslustofurnar verða staðsettar á þremur skólalóðum, tvær við Kópavogsskóla, tvær við Smáraskóla og ein við Salaskóla (tengibygging). Heildarstærð á kennslustofu skal vera 80-85 m2 með 60 m2 kennslurými og að auki verði salernis- og ræstiaðstaða ásamt forrými.  Veggir að innan skulu vera í flokki 1. og skulu útveggir vera með óbrennanlegri útveggjaklæðningu. Kennslustofurnar skulu uppfylla allar kröfur sem gerðar eru í byggingarreglugerð til skólahúsnæðis.

Útboðsgögnin eru afhent rafrænt og skulu þeir sem óska eftir útboðsgögnum fyrir verkefni þetta senda tölvupóst á netfangið utbod@kopavogur.is frá og með þriðjudeginum 26. mars 2019.  Í tölvupóstinum skal koma fram nafn tengiliðs vegna útboðsins, símanúmer, netfang og nafn fyrirtækis.

Tilboð skulu hafa borist í þjónustuver Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi fyrir kl 11:00 fimmtudaginn 11. apríl 2019 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta.

KÓPAVOGSBÆR


 

 

 KÓPAVOGSBÆR

FÆRANLEGAR KENNSLUSTOFUR

Kópavogsbær óskar eftir tilboðum í þjónustu verktaka í ýmsa verkflokka fyrir Umhverfissvið Kópavogsbæjar.  Verktaka er heimilt að bjóða í einn eða fleiri verkflokka eða einstaka verkþætti innan hvers verkflokks. 

 Verkflokkar eu eftirfarandi:

 • Véla- og gröfuvinna
 • Akstur með jarðefni
 • Vörubíll með krana
 • Gangstétta- og stígagerð, jarðvinna o.fl.
 • Yfirborðsfrágangur
 • Garðyrkja
 • Hirðing stofnanalóða
 • Hljóðvarnargirðingar
 • Snjómokstur

Samningstími er þrjú ár.

Útboð þetta er á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Útboðsgögn verða afhent rafrænt og skulu þeir sem óska eftir útboðsgögnum fyrir verk þetta senda tölvupóst á netfangið utbod@kopavogur.is frá og með mánudeginum 25. mars 2019.  Í tölvupóstinum skal koma fram nafn tengiliðs vegna útboðsins, símanúmer, netfang og nafn fyrirtækis.

Tilboð skulu hafa borist í þjónustuver Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi fyrir kl 11:00 mánudaginn 29. apríl 2019 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta.

KÓPAVOGSBÆR