Auglýst útboð

Stærri aðilar


Hér er flett upp á útboðum sem eru í gangi á hverjum tíma á almennum markaði. Þetta er gert annarsvegar með því að fara inn á viðkomandi stofnun, sem auglýsir sín útboð á netinu, en nöfn þeirra birtast hér og þar fyrir neðan eru hins vegar önnur útboð á almennum markaði, en Hannarr viðheldur upplýsingum um þau.

Byggingarlykill Hannarrs sýnir þau útboð sem eru á dagskrá þegar hann kemur út í prentuðu formi, en þeim er síðan viðhaldið hér á netinu og koma þar fram þau útboð sem eru á dagskrá á hverjum tíma.

 

VEGAGERÐIN    RÍKISKAUP   REYKJAVÍKURBORG   RÍKISEIGNIR
 ORKUVEITA REYKJAVÍKUR   LANDSVIRKJUN  RARIK    
ÚTBOÐSVEFUR.IS   TED 


Önnur útboð, svo sem á vegum sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga eru hér fyrir neðan

 


 

 MOSFELLSBÆR

GATANGERÐ Í REYKJAHVERFI, MOSFELLSBÆ

 

Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: GATANGERÐ Í REYKJAHVERFI, MOSFELLSBÆ

Um er að ræða íbúðahverfi í Reykjahverfi (Reykjahvoll) sem staðsett er austan Reykjavegar í Mosfellsbæ.

Vakin er athygli á því að búið er í nokkrum húsum á svæðinu og skal verktakinn taka tillit til þess.

 

Helstu verkþættir eru:

Helstu verkþættir eru gatnagerð og veitukerfi í Götu 2-4 og Götu 12-18.  Ljúka skal byggingu gatna, ganstíga og gatna og leggja í þær vats- hita- og holræsalagnir ásamt heimtaugum og tengja þær núverandi veitukerfum.

 

Helstu magntölur eru:

Gröftur                                              2.500 m3

Fylling                                              3.320 m3

Holræsi                                              416 m

Hitaveitulagnir                                    325 m

Vatnsveitulagnir                                 261 m

 

Verkinu skal að fullu lokið 1. mars 2019

Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð frá og með kl. 12:00 mánudaginn 30. júlí 2018.

Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en föstudaginn 31 ágúst 2018 kl. 11:00  og verða þau opnuð það þá að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.

 

 

MOSFELLSBÆR

ÞVERHOLTI 2, MOSFELLSBÆ

 


 

 KÓPAVOGUR

FAGRILUNDUR, NÝTT GERVIGRASYFIRBORÐ

 

Kópavogsbær óskar eftir tilboðum endurnýjun á gervigrasi á knattspyrnuvelli í Fagralundi í Kópavogi

Útboðið verður auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

 

Íverkinu felst:

  • Útvegun og fullnaðarfrágangur gervigrass með fjaðurlagi á núverandi knattspyrnuvöll í Fagralundi Kópavogi ásamt búnaði.
  • Rifi og förgun á núverandi gervigrasmottu.
  • Rifi og förgun á núverandi á innfyllingu núverandi gervigrass.

 

Helstu kennitölur eru:

Flatarmál gervigrass knattspyrnuvallar:  68×105 = 7.140 m2

 

Hefja skal vinnu við verk þetta þegar samningur hefur verið undirritaður og skal verkinu lokið eigi síðar en 15. nóvember 2018

Útboðsgögn verða afhent rafrænt og skulu þeir sem óska eftir útboðsgögnum fyrir verkefni þetta senda tölvupóst á netfangið utbod@kopavogur.is, frá og með mánudeginum 30 júlí 2018.  Í tölvupósti skal koma fram nafn tengiliðs vegna útboðsins, símanúmer, netfang og nafn fyrirtækis

Tilboð skal hafa borist í þjónustuver Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi fyrir kl. 11:00 mánudaginn 27. ágúst 2018 og verða þau þá opnuð í í viðurvist þeirra bjóðenda er þar mæta.

 

KÓPAVOGSBÆR

kópavogur.is

 


 

 FLÓALJÓS

NÝLÖGN LJÓSLEIÐARA 2018-2019

 

Flóaljós óskar eftir tilboðum í verkið:  NÝLÖGN LJÓSLEIÐARA 2018-2019

Verkið felur í sér plægingu á ljósleiðurum um Flóahrepp og blástur ljósleiðara í rörin.  Tengingu við hús í Flóahreppi og tengimiðju.

 

Helstu magntölur eru:

  • Plægðir metrar:               180.000
  • Blásnir metrar:                 200.000
  • Fjöldi tengistaða:                    250 stk
  • Fjöldi tengiskápa og brunna:  180 stk

 

Útboðsgögn er hægt að fá rafrænt eftir 31. júlí 2018 með því að senda tölvupóst á borkur@frostverk.is

Tilboð verða opnuð á skrifstofu Flóahrepps, Þingborg, 800 Selfossi, þriðjudaginn 21. ágúst 2018 kl. 11:00.

 

FLÓALJÓS