Auglýst útboð

Stærri aðilar


Hér er flett upp á útboðum sem eru í gangi á hverjum tíma á almennum markaði. Þetta er gert annarsvegar með því að fara inn á viðkomandi stofnun, sem auglýsir sín útboð á netinu, en nöfn þeirra birtast hér og þar fyrir neðan eru hins vegar önnur útboð á almennum markaði, en Hannarr viðheldur upplýsingum um þau.

Byggingarlykill Hannarrs sýnir þau útboð sem eru á dagskrá þegar hann kemur út í prentuðu formi, en þeim er síðan viðhaldið hér á netinu og koma þar fram þau útboð sem eru á dagskrá á hverjum tíma.

 

VEGAGERÐIN    RÍKISKAUP   REYKJAVÍKURBORG   RÍKISEIGNIR
 ORKUVEITA REYKJAVÍKUR   LANDSVIRKJUN  RARIK    
ÚTBOÐSVEFUR.IS   TED 


Önnur útboð, svo sem á vegum sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga eru hér fyrir neðan

 


 

 KÓPAVOGUR

KÁRSNESSKÓLI KÓPAVOGI – NÝBYGGING

 

Kópavogsbær óskar eftir tilboðum í heildarhönnun arkitekta og verkfræðinga vegna nýbyggingar á Kársnesskóla í Kópavogi

Núverandi skólabygging við Holtagerði 8 verður rifin og ný byggð á sömu lóð.  Verkefnið felst í að hanna nýja skólabyggingu sem verður samrekin leik- og grunnskóla ásamt frístund.  Skólinn er ætlaður börnum frá eins til níu ára aldurs.

Stærð byggingar er áætluð 4.000 m2 og er á tveimur og þremur hæðum.

Hönnunarverkefni þessu lýkur með fullkláruðum útboðsgögnum fyrir framkvæmdaútboð 26. júlí 2019.

Útboðsgögn eru afhent rafrænt og skulu þeir sem óska eftir útboðsgögnum um verk þetta senda tölvupóst á netfangið utbod@kopavogur.is frá og með 4. september nk.  Í tölvupósti skal koma fram nafn tengiliðs vegna útboðs þessa.

 

KÓPAVOGSBÆR

kópavogur.is


 

 MOSFELLSBÆR

GATNAGERÐ Í SÚLUHÖFÐA , MOSFELLSBÆ

 

Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið:  GATNAGERÐ Í SÚLUHÖFÐA , MOSFELLSBÆ

 

Um er að ræða nýja götu við Súluhöfða í Höfðahverfi milli núverandi neðsta botnlanga í götunni og golfvallar Golfklúbbs Mosfellsbæjar.  Vakin er athygli á því að aðkoma verktaka liggur í gegnum húsagötu í grónu hverfi og því skal verktaki taka tillit til þess. 

Helstu verkþættir eru:

	Uppúrtekt úr götustæði:             5.000 m3
	Uppúrtekt úr götustæði:             4.500 m3
 	Fyllingar og burðarlög:              3.700 m3
 	Fráveitulagnir:                    1.450 m
 	Þrýstilögn o90 PEH:                 120 m
 	Þrýstilögn o500 PEH:                300 m
  	Skurðir veitna:                     450 m
 	Rif skálabygginga:        

Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2019

Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með kl. 12:00 á miðvikudaginn 3. október 2018.

Tilboðum skal skilað á sama stað, bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, eigi síðar en föstudaginn 2. nóvember 2018 kl. 11:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

 

MOSFELLSBÆR

 


 

 HAFNARFJARÐARBÆR

ALÚTBOÐ – ÖLDUGATA 45, HAFNARFIRÐI – BYGGING ÍBÚÐAKJARNA

 

Hafnarfjrðarbær f.h. Öldugötu 45 íbúðafélags hses óskar eftir tilboðum í hönnun o byggingu íbúðakjarna við Öldugötu 45 í Hafnarfirði samkvæmt alútboðsgögnum.

 

Um er að ræða sex sérbýli samtals um 340 m2 nettó.  Viðmiðunarstærð íbúða skal vera í samræmi við reglugerð nr. 370 frá 29. apríl 2016 um húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk, með breytingum í reglugerð nr. 116 frá 30 janúar 2018.  Tilboðsverð skal vera innan marka reglugerðar sem segir að verð pr. fermetra skuli vera innan við 248 þús. kr. að viðbættum 5,6 m.kr. á íbúðareiningu.

Beiðni um alútboðsgögn skal berast á stefan@vsb.is

 

Skila skal gögnum, tillögum og tilboðsverði í sérstöku umslagi til umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2, kl. 11 þann 20. nóvember 2018

Niðurstaða matsnefndar og opnun verðtilboða verður á sama stað, kl. 11 þann 4. desember 2018

 

HAFNARFJARÐARBÆR

 


 

 REYKJAVÍKURHÖFN

SUÐURBUGT – ÖLDUBRJÓTUR OG LANDGANGUR

 

Faxaflóahafnir óska eftir tilboðum í verkið:  SUÐURBUGT – ÖLDUBRJÓTUR OG LANDGANGUR

 

Um er að ræða útvegun/smíði og uppsetningu á 80 m löngum fljótandi öldubrjót við Suðurbugt í Gömlu höfninni í Reykjavík.  Innifalið í tilboði eru m.a. tilheyrandi festingar, 18 m landgangur og annar búnaður.

 

Verklok eru áætluð 15. apríl 2019

 

Útboðsgögn fást afhent án gjalds á stafrænu formi með því að senda beiðni á netfangið utbod@mannvit.is, frá miðvikudeginum 3. október 2018.

 

Tilboð verða opnuð á skrifstofu Faxaflóahafna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík, fimmtudaginn, 25 október 2018 kl. 11:00

 

MANNVIT