Auglýst útboð

Stærri aðilar

Hér er flett upp á útboðum sem eru í gangi á hverjum tíma á almennum markaði. Þetta er gert annarsvegar með því að fara inn á viðkomandi stofnun, sem auglýsir sín útboð á netinu, en nöfn þeirra birtast hér og þar fyrir neðan eru hins vegar önnur útboð á almennum markaði, en Hannarr viðheldur upplýsingum um þau. Byggingarlykill Hannarrs sýnir þau útboð sem eru á dagskrá þegar hann kemur út í prentuðu formi, en þeim er síðan viðhaldið hér á netinu og koma þar fram þau útboð sem eru á dagskrá á hverjum tíma.

VEGAGERÐIN    RÍKISKAUP    REYKJAVÍKURBORG    RÍKISEIGNIR   
 
ORKUVEITA REYKJAVÍKUR    LANDSVIRKJUN    RARIK    TED    mbl.is


Önnur útboð, svo sem á vegum sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga eru hér fyrir neðan
SORPA
 
GAS- OG JARÐGERÐARSTÖÐ


Sorpa bs. óskar eftir tilboðum í verkið:  

 GAS- OG JARÐGERÐARSTÖÐ/WASTE TREATMENT PLANT


Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (ESS) og um það gilda lög nr. 120/2016 um opinber innkaup

Sorpa áformar að byggja gas- og jarðgerðarmiðstöð fyrir vinnslu á úrgangi í Álfsnesi.  Stöðin mun í fyrsta áfanga meðhöndla 36.000 tonn á ári af formeðhöndluðum heimilisúrgangi.  Vinnslurými stöðvarinnar verður lokað og allt loft sem frá stöðinni berst meðhöndlað í lífssíum.

Áætluð verklok eru í apríl 2019


MEGINHLUTAR STÖÐVARINNAR ERU:
 • Móttökuhús.
 • 20 vinnslukrær.
 • 10 Þroskunarkrær.
 • Sigtunar- og geymslubygging
 • Gasgerðartankar, vökvunar- og loftunarkerfi fyrir krær.
 • Stjórnstöð, fræðslusetur og starfsmannaaðstaða
 • Tæknirými

HELSTU VERKÞÆTTIR ERU:

 • Deilihönnun.
 • Jarðvinna fyrir mannvirki og veitur ásamt frágagni utanhúss.
 • Mannvirkjagerð.
 • Innkaup og uppsetnin á búnaði.


Gólfflötur bygginga er samtals áætlaður 12.000 m2

Helstu magntölur eru:
Steypa:    8.155 m3
Grasgerðartankar:  2×3.350 m3
Þakeiningar:   5.445 m2
Límtré:   370 m3


Magntölur eru áætlaðar.  Byggingar og kerfi hafa verið forhönnuð en deilihönnun, þ.m.t. séruppdrættir arkitekta er hluti af útboðinu.

Útboðsgögn verða aðgegnileg í gegnum örugga gagnagátt frá og með þriðjudeginum 7. nóvember kl. 9:00 gegn 30.000 kr.óafturkræfu gjaldi.

 Sækja þarf um aðgang að gagnagátt á vefslóð sorpa.is/wtp

Tilboð verða opnuð:
   Þriðjudaginn 12. desember 2017, kl. 11:00 á skrifstofu SORPU bs. Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík

SORPA NORÐURORKA
 
HITAVEITURÖR OG FITTINGS


Norðurorka hf. óskar eftir tilboðum í:  

HITAVEITURÖR OG FITTINGS


Norðurorka óskar eftir tilboðum í 1700 m af foreinangruðum hitaveiturörum, 500 mm í þvermál.  Einnig er óskað eftir tilboðum í tengistykki, fittings og loka.

Nánari lýsing er í útboðsgögnum VB034208 en gögnin og frekari upplýsingar er hægt að fá hjá: antonb@no.is

Tilboðum verða opnuð á skrifstofu Norðurorku, Rangárvöllum, 603 Akureyri, föstudaginn 5. janúar 2018 kl. 13:00

NORÐURORKA 
Rangárvöllum, 603 Akureyri.  Sími:  4601300.  nor@no.is.  www.no.is


 

HS VEITUR HF 
VARMADÆLUSTÖÐ VESTMANNEYJUM


HS VEITUR óska eftir tilboðum í verkið:  

VARMADÆLUSTÖÐ VESTMANNEYJUM – UPPSETNING VÉL- OG RAFBÚNAÐAR – ÚTBOÐ NR. HSV-VF041302-2


Verkið felst í smíði, uppsetningu og tengingu pípulagna fyrir sjó, hitaveitu og ammoniak og smíði rafdreifi- og stórnskápa og uppsetningu og tengingu raflagna og rafkerfa fyrir fjórar 2,6 MW varmadælur í varmadælustöð HS Veitna í Vetamannaeyjum.

Verkinu skal vera að fullu lokið 30. júní 2018.

Hægt verður að nálgast útboðsgögn á vef HS Veitna www.hsveitur.is frá og með þriðjudeginum 13. nóvember kl. 12:00.

Tilboð verða opnuð á skrifstofu HS Veitna, Brekkustíg 36, 230 Reykjanesbæ, miðvikudaginn 20. desember 2017 kl. 14:00.  

HS VEITUR HF 
www.hsveitur.is