Auglýst útboð

Stærri aðilar

Hér er flett upp á útboðum sem eru í gangi á hverjum tíma á almennum markaði. Þetta er gert annarsvegar með því að fara inn á viðkomandi stofnun, sem auglýsir sín útboð á netinu, en nöfn þeirra birtast hér og þar fyrir neðan eru hins vegar önnur útboð á almennum markaði, en Hannarr viðheldur upplýsingum um þau. Byggingarlykill Hannarrs sýnir þau útboð sem eru á dagskrá þegar hann kemur út í prentuðu formi, en þeim er síðan viðhaldið hér á netinu og koma þar fram þau útboð sem eru á dagskrá á hverjum tíma.

VEGAGERÐIN    RÍKISKAUP    REYKJAVÍKURBORG    RÍKISEIGNIR   
 
ORKUVEITA REYKJAVÍKUR    LANDSVIRKJUN    RARIK    TED    mbl.is


Önnur útboð, svo sem á vegum sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga eru hér fyrir neðan
KÓPAVOGSBÆR
 

ENDURNÝJUN Á GERVIGRASI
KNATTSPYRNUHÚSIÐ KÓRINN


Kópavogsbær óska eftir tilboðum í:  

  ENDURNÝJUN Á GERVIGRASI Í KNATTSPYRNUHÚSINU KÓRNUM


Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (ESS)

LÝSING Á ÚTBOÐINU:
  • Útvegun og fullnaðarfrágangur gervigrass án púða á núverandi knattspyrnuvöll í Kórnum í Kópavogi.if og förgun á ál tré gluggakerfis, hluta þakkants, gólfefna, hurða og skjólveggja.
  • Rif á núverandi gervigrasmottu og frágangi til geymslu utanhúss.
  • Rif og förgun á innfyllingu núverandi gervigrass.

HELSTU KENNITÖLUR ERU:

Nýtt gervigras og rif heildarkerfis og förgun innfyllingar á núverandi yfirborði. 

  • Flatarmál knattspyrnuvallar er 71×108 m = 7670 m2.


Upphaf verks er 4.desember 2017.  Heildarverki skal að fullu lokið eigi síðar en 15. janúar 2018.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt og skulu þeir sem óska eftir útboðsgögnum fyrir verkefni þetta senda tölvupóst á netfangið utbod@kopavogur.is frá og með mánudeginum 25. september n.k. Í tölvupóstinum skal koma fram nafn tengils vegna útboðsins, símanúmar, netfang og nafn fyrirtækis.

Tilboð skulu hafa borist í þjónustuver Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi fyrir kl. 11:00 mánudaginn 30 október 2017 og verða þau  þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þar mæta.

KÓPAVOGSRBÆR 


 


GRINDAVÍKURBÆR
 

SUNDLAUG GRINDAVÍKUR – ENDURNÝJUN SUÐURHLIÐAR


Grindavíkurbær óska eftir tilboðum í verkið:  

  SUNDLAUG GRINDAVÍKUR – ENDURNÝJUN SUÐURHLIÐAR


LAUSLEGT YFIRLIT YFIR VERKIÐ:
Endurbætur á suðurhluta sundlaugar Grindavíkur sem staðsett er á Austurvegi 1, Grindavík.
Um er að ræða endurbætur á gluggakerfi, með blöndu af álglerkerfi og polycarbonate plötum.  Vindgrindur eru festar á stálsúlur fyrir framan álgluggakerfið.

HELSTU VERKÞÆTTIR ERU:
  • Rif og förgun á ál tré gluggakerfis, hluta þakkants, gólfefna, hurða og skjólveggja.
  • Uppbygging: uppsetning á ál glerkerfi, polycarbonate plötum, vindgrindum, skjólveggjum, endurnýjun á þakkanti og málun. 

HELSTU MAGNTÖLUR UPPBYGGINGAR ERU:

Álgluggakerfi:   92 m2
Polycarboate:
92 m2  
Vindgrindur: 160 m2
Þakkantur: 25 m2


Óskað er eftir verktökum með reynslu af álgluggakerfum.
Gluggakerfið er lagt til af verkkaupa.
Upphaf verks verður samkvæmt samkomulagi við verkkaupa.

Áhugasamir sæki um útboðsgögn á netfanginu armann@grindavik.is og skulu gefa upp nafn fyrirtækis og upplýsingar um tengilið.
Gögn verða send út á rafrænu formifra og með mánudeginum 11. september 2017. 

Bjóðendum er boðið til vettvangsskoðunar miðvikudaginn 13. september 2017 kl. 14:00 – 15:00 á Austurveg 1, Grindavík

Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en miðvikudaginn 25. september 2017, kl. 15:00

GRINDAVÍKURBÆR GRINDAVÍKURBÆR
 

FORVAL


Grindavíkurbær óska eftir áhugasömum verktökum til að taka þátt í forvali vegna lokaðs útboðs á verkinu tilboðum í verkunum:  

  FISKASUND OG VÍKURHÓP


LAUSLEGT YFIRLIT YFIR VERKIN:
Um er að ræða tvö mismunandi verk.
Verktaki skal grafa fyrir götu og gangstéttum og fylla í að nýju.  Verktaki skal einnig annast alla jarðvinnu og lagnavinnu vegna frárennslis- og vatnslagna og reisa ljósastólpa og tengiskápa.

HELSTU VERKÞÆTTIR ERU:
Uppúrtekt fyrir götum og lögnum, fyllingar í götustæði og yfir lagnir, söndun og lagningu lagna, leggja lagnir vegna götulýsingar, reising ljósastaura og tengiskápa.

HELSTU MAGNTÖLUR:

Fiskasund:
Gröftur:    2.000 m3
Klapparskering:
550 m3  
Fylling og burðarlög:   2.750 m3
Fráveitulagnir:    125 m
Vatnslagnir:    170 m
Strenglagnir og rafstrengir:    895 m
Ljósastólpar:  9 stk
Ídráttarrör:    80 m
Gröftur fyrir vatns- og fráveitulögnum:  170 m
Losun á klöpp í skurðum:    60 m

Víkurhóp:
Gröftur:   4.850 m3
Skurðgröftur:  1.500 m
Fleygur 0-0,6 m:  450 m2
Fráveitulagnir: 950 m
Vatnslagnir: 900 m
Ljósastaurar: 21 stk.


Frekari upplýsingar:
Frekari upplýsingar veitir Ármann Halldórsson í síma 420-1107 eða netfanginu armann@grindarvik.is


GRINDAVÍKURBÆR