Auglýst útboð

Stærri aðilar


Hér er flett upp á útboðum sem eru í gangi á hverjum tíma á almennum markaði. Þetta er gert annarsvegar með því að fara inn á viðkomandi stofnun, sem auglýsir sín útboð á netinu, en nöfn þeirra birtast hér og þar fyrir neðan eru hins vegar önnur útboð á almennum markaði, en Hannarr viðheldur upplýsingum um þau.

Byggingarlykill Hannarrs sýnir þau útboð sem eru á dagskrá þegar hann kemur út í prentuðu formi, en þeim er síðan viðhaldið hér á netinu og koma þar fram þau útboð sem eru á dagskrá á hverjum tíma.

 

VEGAGERÐIN    RÍKISKAUP    REYKJAVÍKURBORG
RÍKISEIGNIR
 
ORKUVEITA REYKJAVÍKUR    LANDSVIRKJUN
RARIK    TED    mbl.is


Önnur útboð, svo sem á vegum sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga eru hér fyrir neðan

 


 

 GARÐABÆR

URRIÐAHOLT – MALBIKUN GÖNGUSTÍGA 2018

 

Gaðrabær óskar eftir tilboðum í verkið: URRIÐAHOLT – MALBIKUN GÖNGUSTÍGA 2018

Verkið felst í jarðvegsskiptum, jöfnun yfirborðs stíga með mulningi og malbikun þeirra í nýju íbúðahverfi í Urriðaholti

Verkinu skal lokið fyrir 15. september 2018.

Helstu magntölur eru:

Jöfnun og hreinsun í stígastæðum   6.400 m2

Burðarlag                                             360 m3

Mulningur                                            270 m3

.Malbikun                                         6.370 m2

Jarðstrengir                                        300 m

Uppsetning ljósapolla                           50 stk.

 

Útboðsgögn er hægt að nálgast hjá Eflu verkfræðistofu, fimmtudaginn 24. maí 2018, á Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.

Tilboð verða opnuð hjá Eflu verkfræðistofu, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, föstudaginn 8. júní 2018, kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.

 

 

GARÐABÆR

GARÐATORGI 7 – GARÐABÆ