Eignaskiptasamningar

images[9]Þann 1. janúar 1995 tóku gildi ný lög um fjöleignahús. Lög þessi, sem eru nr. 26/1994, eru mun ítarlegri en eldri lög og fjalla meðal annars um efni og gerð eignaskiptayfirlýsinga. Vanti þig að fá gerða Eignaskiptayfirlýsingu þá geturðu leitað upplýsinga hjá Hannarrs ehf.

Nánar um eignaskiptayfirlýsingu

Í 4. mgr. 16 gr. fjöleignahúsalaga þessara, er það gert að skilyrði þinglýsingar á eignabreytingu í fjöleignahúsi að eignaskiptayfirlýsing liggi fyrir og að eignabreytingin sé í samræmi við eignaskiptayfirlýsinguna.  Eignahlutdeild eigenda er ákvörðuð í eignaskiptayfirlýsingunni, með svonefndri hlutfallstölu sbr. 15. gr. laga þessara og er hún mjög mikilvæg varðandi réttindi og skyldur eigenda. Með henni er ákvarðaður eignahluti í sameign og hún segir oftast til um kostnaðarhlutdeild eigenda við sameiginlegan rekstur og framkvæmdir. Hlutfallstalan getur einnig haft mikla þýðingu varðandi byggingarrétt.

Hverjir gera eignaskiptayfirlýsingar ?

Frá 1. júní 1996 hafa þeir einir mátt taka að sér gerð eignaskiptayfirlýsinga sem til þess hafa fengið réttindi hjá félagsmálaráðherra. Höfundur eignaskiptayfirlýsingarinnar tekur, með undirritun sinni, ábyrgð á að hún uppfylli lög og reglugerðir.

Þinglýsing eignaskiptayfirlýsinga

Eignaskiptayfirlýsingu á að þinglýsa á viðkomandi fjöleignahús, samanber 17. gr. fjöleignahúsalaganna. Hefðbundna eignaskiptayfirlýsingu skal undirrita af meirihluta eigenda, nema ef eignarhlutar eru sex eða fleiri, þá má stjórn húsfélagsins undirrita hana fyrir hönd eigenda.

Felist í eignaskiptayfirlýsingunni tilfærsla á eignarrétti eða takmarkanir á eignarráðum eigenda umfram það sem almennt gerist, samanber 2. mgr. 16. gr. fjöleignahúsalaganna, verða allir eigendur að undirrita eignaskiptayfirlýsinguna. Hér getur verið ákvæði um breytingar á eignaraðild sameignar og séreignar, ákvæði um forkaups-, afnota- og umgengisrétt eða önnur eignahöft.  Í félagslega kerfinu gilda sérreglur um kostnað af gerð eignaskiptayfirlýsinga.

Áritun stjórnvalda

Áður en hægt er að þinglýsa eignaskiptayfirlýsingu, þarf hún að fá staðfestingu byggingarfulltrúa. Með staðfestingu sinni er byggingarfulltrúi að staðfesta að eignaskiptayfirlýsingin sé í samræmi við samþykktar aðalteikningar, lög um fjöleignarhús, reglugerð þeim fylgjandi og önnur ákvæði byggingarlöggjafar. 

Breytingar á eignaskiptayfirlýsingu

Allir eigendur skulu eiga þess kost, samkvæmt 18. gr. laganna að vera með í ráðum ef breyta á eignaskiptayfirlýsingu og koma á framfæri sjónarmiðum sínum. Þinglýsa verður slíkum breytingum til að þær öðlist gildi og er farið með þær eins og þinglýsingu í fyrsta skipti.


Dæmi um eignaskiptasamninga Hannarrs

 
Hverfisgata 72 Karfavogur 27 Langholtsvegur 71 Langholtsvegur 149 Lauganesvegur 38 Lautavegur 8 Laxárbakki Mávahlíð 10 Mímisvegur 2 og 2a Neshagi 5-9 Njálsgata 32b
Aflagrandi 40 Álfheimar 6 Álfheimar 21 Barónstígur 61 Borgartún 25 Bókhlöðustígur 8 Bólstaðahlíð 8 Einholt 2 Engjasel 70 Framnesvegur 6 Freyjugata 10 Fýlshólar 3
Spóahólar 20 Staðaborg Stelkshólar 2 Stelkshólar 4 Stelkshólar 6 Suðurbraut 14 Sæviðasund 27 Sörlaskjól 34 Túngata 3 Vesturgata 17a Víðimelur 48 Víðimelur 50 Víðimelur 58
Grensásvegur 26 Njörvasund 20 Nóatún26 Sigluvogur 12 Silfurteigur 5 Sjávargrund 1-15 Skeifan 19 Skipasund 1 Snekkjuvogur 23 Spóahólar 12 Spóahólar 16 Spóahólar 18