Hvað segja starfsmenn byggingargeirans um stafrænu þróun greinarinnar ?

Ekki vitum við til þess að könnun hafi verið gerð á því hvaða augum starfsmenn og stjórnendur byggingarmála hér á landi líti á stafrænu þróunina í greininni. Könnun hefur hins vegar verið gerð á því í Danmörku sem gæti gefið vísbendingu um niðurstöðu samskonar könnunar hér á landi væri hún gerð.

Til fróðleiks eru hér sýndar niðurstöður könnunarinnar á því hvaða þýðingu starfsmennirnir álíta að stafræn þróun hafi á kjarnastarfsemi greinarinnar og hvers konar ávinningur er af stafrænu þróuninni.

Alls svöruðu 801 einstaklingar og af þeim svöruðu 568 öllum atriðum könnunarinnar, sem gefur þá niðurstöðu að lítil óvissa sé í niðurstöðum könnunarinnar. Svarendurnir voru frá öllum stærðum fyrirtækja og unnu mismunandi störf innan þeirra. Mikill meirihluti svarenda var með 10 ára starfsreynslu í faginu eða meira, eða 79% og eru niðurstöðurnar athyglisverðari vegna þess.

Efst á lista svara starfsmanna á þýðingu stafrænnar þróunar á starfsemi greinarinnar var „Dreifing upplýsinga og þekkingar, bæði innávið og útávið“.

 

Og um ávinning af stafrænu þróuninni var efst á lista „Aukin gæði og færri mistök“.

Tvö kynningarkvöld fyrir Viðhaldskerfið fullbókuð – bætum einu við

Hannarr ehf bauð nýlega notendum BYGG-kerfisins upp á kynningu/námskeið á Viðhaldskerfisinu, en það er nýtt kerfi sem má fá sjálfstætt, en má einnig fá sem viðbót við BYGG-kerfið.

Áhuginn reyndist meiri en við áttum von á þannig að námskeiðin urðu tvö og verða haldin hjá IÐU fræðslusetri 28 og 31 janúr. Ekki var hægt að taka á móti öllum sem vildu skrá sig.

Hannarr ehf reiknar með að framhald verði á slíkum kynningum og að næst verði kynntar nýjungar í BYGG-kerfinu svo sem nýtt verkáætlunarkerfi og framvinduskýrslur.

Hvar eru byggingarframkvæmdir á Íslandi staddar í stafrænu þróuninni ?

Stafræna ferlið er byrjað að breyta byggingargreininni, einnig hér á Íslandi. Mikill ávinningur mun fylgja því ferli á næstu árum og birtast í aukinni hagkvæmni við framkvæmdir og í lægra verði íbúða og annarra bygginga.

Það er viðurkennt og algerlega klárt í huga stafrænna áhugamanna, að sá sem ekki tileinkar sér tæknina nógu fljótt, verður fljótlega einmana á sviðinu.

Það hefur gengið hraðar í öðrum atvinnugreinum að taka stafræna skrefið. Þar hafa stafræn viðskiptamódel fyrir löngu verið tekin í notkun og áætlanir.
Stafræn tækni vinnur á móti lítilli framleiðni og óhagkvæmni. Með hjálp stafrænnar tækni eru gerðar áreiðanlegar og vandaðar áætlanir og með því að fylgja þeim eftir, einnig með hjálp stafrænnar tækni, er komið í veg fyrir tjón, oft stórtjón.

Þróunin byggist ekki á þeirri ákvörðun út af fyrir sig að verða stafræn. Hún byggist á því að velja saman samstarfsaðila sem styðja stafrænu markmiðin og skapa þá menningu í fyrirtækjunum, sem hvetur starfsmennirnir til að leita að nýjum lausnum með hinum stafrænu verkfærum. Þetta getur verið innan stærri fyrirtækja og einnig með aðstoð utan frá. Þetta geta minni aðilar einnig nýtt sér.
Framkvæmdunum þarf svo að fylgja eftir með framvinduskýrslum og með ákvörðunum út frá því sem þær leiða í ljós.

Til að stafræn þróun gangi þarf góða samvinnu milli allra í greininni – lárétt og lóðrétt.

 

Mesti sparnaðurinn og mesta öryggið !

Fyrsti þáttur allra framkvæmda er tilurð hugmyndarinnar og sá næsti að átta sig á umfangi hennar og líklegum kostnaði. Sá þáttur er stöðugt meira unninn stafrænt í byggingargreininni og þá gjarnan stuðst við byggingarverðskrá Hannarrs. Tölvan reiknar þá út kostnaðinn út frá gerð og stærð hússins – stöðluð áætlun. Með því er hugmyndasmiðurinn kominn með fyrsta svarið á mjög ódýran og einfaldan hátt, þ.e. svarið við spurningunni: Hvernig hús get ég byggt og hversu stórt.

Með svarinu er kominn grundvöllurinn að þriðja þættinum þ.e. hönnuninni. Hönnunarþátturinn er allur stafrænn í dag, sem gefur hönnuðunum mikla möguleika við hönnunina – CAD teiknikerfi.

Fjórði þátturinn er nákvæm kostnaðaráætlun. Hún er að miklu leyti unnin í tölvum, en í mismunandi tölvukerfum, sumum sérhönnuðum fyrir verkefnið eins og – BYGG-kerfið. Þar sem það er heildarkerfi þá næst samspil á milli verkþáttanna og tenging og þar með mesti vinnusparnaðurinn og mesta öryggið.

Margir nota BYGG-kerfið og geta þeir nýtt sér þennan ávinning, en ljóst er að þarna er enn mikil vinna eftir að við að auka notkun stafrænna aðferða, með fjölgun notenda og ná þeim sparnaði og öryggi sem því fylgir. Þetta er því sá þáttur sem er kominn styttst í stafrænu þróuninni.

Við hjá Hannarr höfum unnið að því að hanna og þróa BYGG-kerfið og viljum hér gera nokkra grein fyrir þremur mikilvægum þáttum kerfisins. Þetta er annars vegar gerð vandaðara kostnaðar- og verkráætlana og hins vegar eftirfylgni þeirra á framkvæmdatíma með framvinduskýrslum og ákvörðunum sem þeim fylgja. Þessir þættir eru grundvöllur þess að ná tökum á því meini sem hrjáir framkvæmdir á Íslandi og hefur gert lengi, þ.e. óásættanleg framúrkeyrsla á tíma og kostnaði.

Notendur kerfisins eru margir, stórir og smáir og eru verk sem unnin hafa verið í kerfinu nú að nálgast fjórða þúsundið.

 

Nákvæm kostnaðaráætlun – rétt áætlun

Nákvæm kostnaðaráætlun leggur sjálfkrafa grunninn að mörgum verkefnum við húsbygginguna, svo sem:

• Kostnaðaráætlun hússins
• Magntöluskrá í útboði
• Verklýsingum í útboði
• Tilboði í framkvæmdir
• Verkáætlun við framkvæmdir
• Verkuppgjör við framkvæmdir
• Samningum um framkvæmdir
• Eftirliti með kostnaði (Framvinduskýrslur)
• Eftirliti með verktíma (Framvinduskýrslur)
• Greiðsluákvarðanir við framkvæmdir

Með þessum grunni sparar notandanum sér mikinn tíma og kostnað og þessar upplýsingar gefa möguleika á að bregðast tímanlega við frávikum í verktíma og kostnaði. Þetta eykur líka öryggi framkvæmdarinnar þar sem unnið er með sömu gögnin við mismunadi verkþætti.

 

Útboð og tilboð í framkvæmdina
Verkkaupi nær almennt hagkvæmasta verðinu með því að bjóða út verk og samningurinn er þá tilbúinn fyrirfram að frátalinni upphæðinni. Verktími liggur fyrir, teikningar, magn, verklýsingar og lýsing á samskiptum samningsaðila. Allir þessir þættir eru unnir á stafrænan máta.

 

Framvinduskýrslur – koma í veg fyrir framúrkeyrslu á verktíma

Við framkvæmdina skiptir öllu máli að verkið sé unnið á þann hátt sem samningar segir til um. Til að passa upp á það eru notaðar framvinduskýrslur. Með þeim er reglulega fylgst með verktímanum og hann borinn saman við upphaflega verkáætlun. Ef stefnir í frávik samkvæmt framvinduskýrslunum þá fær verkkaupinn tímanlega upplýsingar um það og getur gripið til aðgeða til að leiðrétta það.

Á sama hátt er fylgst með kostnaði og er hægt að krefjast skýringa og leiðréttinga ef kostnaður er meiri en samningar segja til um. Ekki er nóg að gera áætlanir og bíða svo og sjá svo til í lokin hvernig hefur tekst að fylgja þeim. Verkum þarf að fylgja eftir með reglulegu eftirliti bæði gæðum þess, kostnaði og tíma.

Verkáætlanir og uppfærsla þeirra er þannig annar mikilvægasti þátturinn í framvinduskýrslunum og er verkáætlunarkerfið í BYGG-kerfinu sérsniðið fyrir þá notkun ásamt framvinduskýrslunum.

Kostnaðaráætlanir og eftirlit með kostnaði er hinn mikilvægasti þátturinn í framvinduskýrslunum, en kostnaðarauki er aldrei sjálfgefinn, um hann þarf að fjalla og samþykkja hann áður en hann er tekinn til greina.

Eftirfarandi fylgigögn er einnig að finna í framvinduskýrslunum, gátlista, verkuppgjör og greiðsluyfirlit og eru þau gögn einnig stafræn.

Að auki fylgir BYGG-kerfinu app til að senda myndir inn í verk í kerfinu, gátlistar o.fl.

Nýtt sérhannað verkáætlunarkerfi í BYGG-kerfinu

Látið ekki verktíma og kostnað verksins fara úr böndunum !

Með vandaðri áætlanagerð er tekin ákvörðun á réttum forsendum og með hjálps virks eftirlits, þar sem verkáætlanir og framvinduskýrslur gegna mikilvægu hlutverki, er gripið tímanlega í taumana til að komast hjá tjóni vegna seinkunar á framkvæmdatíma og aukins kostnaðar.  Samþykkt verkáætlun sýnir það tímabil sem verkið á að taka.

Eftirlitsaðili verksins fylgist náið með framvindu verksins, bæði tíma og kostnaði.  Með hjálp verkáætlunarkerfisins og framvinduskýrsla BYGG-kerfisins er áætlunum fylgt fast eftir og komið í veg fyrir að verklok og kostnaður stangist á við gerða samninga um verkið, þegar upp er staðið.

Með notkun stafrænna tækni við stjórnun, eftirlit og viðhald bygginga er komið í veg fyrir framúrkeyrslu kostnaðar og tíma.

Vakin er athygli þeirra sem bera ábyrgð á byggingarframkvæmdum og á viðhaldi bygginga hér á landi að fjölda þeirra notar í dag stafræna tækni til að undirbúa og halda utan um slík verkefni og þeim fjölgar stöðugt. Þessi tækni sem er hugbúnaður hefur reyndar verið á markaðnum í áratugi en var endurhannaður sem netkerfi fyrir sex árum. Frá þeim tíma hefur verið í gangi þróun hugbúnaðarins, sem miðað hefur að því að nýta sem best þá fjölbreyttu möguleika sem netheimar bjóða upp á til að fullkomna hann.

Við teljum að þetta hafi tekist vel sem sjá megi m.a. á fjölda notanda nú og á því hverjir þeir eru. Notendurnir eru ríki og sveitarfélög, opinberar stofnanir, verkfræðistofur og arkitektar, aðrir framkvæmdaraðila, verktakar og aðrir sem koma að byggingarmálefnum á einhvern hátt. Einnig á því að kerfin eru notuð sem kennslutæki í þeim háskóla landsins sem sérhæfir sig í að mennta einstaklinga í byggingargreinum.

Fyrirrennari þessa hugbúnaðar var Byggingarlykill Hannarrs, en hann kemur enn út í bókarformi.

Netkerfin eru tvö, annars vegar BYGG-kerfið, sem heldur utan um undirbúning, áætlanagreð og samninga og utan um framkvæmdir á meðan á þeim stendur og annað sem tilheyrir framkvæmdum.
Hitt er Viðhaldskerfið sem tekur þá við og er notað til að gera með viðhaldsáætlanir til langtíma og skammtíma og útbúa gögn til undirbúnings viðhaldsframkvæmdum á hverjum tíma. Í Viðhaldskerfinu eru m.a listar til nota við ástandsskoðanir húsa að utan og innan, sem má færa með appi eða beint í netkerfinu.

Þessi tvö kerfi vinna saman, en má einnig nota annað án hins.

Vakin er hér sérstök athygli á framvinduskýrslum í BYGG-kerfinu, en þar er haldið utan um hvert verk fyrir sig á á þann hátt að verkkaupi fái á hverjum tíma upplýsingar um stöðu verksins og samanburð bæði við upphaflega kostnaðaráætlun og við samþykkta tímaáætlun (verkáætlun). Þetta er mjög gagnlegt fyrir verkkaupann þar sem hann getur þannig brugðist strax við og komið í veg fyrir að eitthvað fari á annan veg en samningar eða væntingar hans gerðu ráð fyrir.

Nánar má lesa um þessi netkerfi á heimasíðu Hannarrs www.hannarr.com og veitir Hannarr ehf þær upplýsingar um kerfin sem óskað er eftir. Einnig er boðið er upp á gjaldfría mánaðar prufuáskrift að kerfunum.

Framvinduskýrslum bætt við í BYGG-kerfið

Mikilvægt er að eftirlitsaðili verka fylgist náið með framvindu þeirra verka sem hann hefur eftirlit með, bæði kostnaðarlega og tímanlega.  Nú er búið að hanna form fyrir framvinduskýrslur fyrir BYGG-kerfið, svo nú þarf engum að koma á óvart við verklok að verkinu væri ekki skilað á umsömdum tíma og kostaði miklu meira en til stóð.

Stöðugt eru að koma upp slík mál, þar sem verk hefðu vafaust aldrei verið unnin, ef tími og kostnaður við þau hefðu legið fyrir í upphafi.  Ekki skal gert ráð fyrir að verið sé að blekkja þann sem vill vinna verkið með því að áætla það ódýrara en raunhæft er og fljótunnara.

Með vandaðri áætlanagerð og virku eftirliti þar sem framvinduskýrslur gegna mikilvægu hlutverki má grípa tímanlega í taumana og komast hjá tjóni vegna vanáætlaðs framkvæmdatíma og vanáætlaðs kostnaðar.

Getum við eitthvað lært af Svíum við að takast á við húsnæðisskortinn ?

9. september 2018 var kosið til þings í Svíþjóð. Spurt var vegna kosninganna, um stefnu og áherslur þeirra átta stjórnmálaflokka í húsnæðismálum, sem voru í framboði tl þings .

Allir stjórnmálaflokkarnir voru sammála um að húsnæðisskortur væri í Svíþjóð, eins og hér á landi. Íbúafjöldinn í Svíþjóð vex um u.þ.b. milljón manns á 10 árum og þarf því fullbúnum íbúðum að fjölga um að minnsta kosti 65-70.000 árlega til ársins 2025, líklega meira.
Á Íslandi hefur fjölgun íbúa verið 10,1% á síðustu 10 árum, sem er svipað hlutfallslega og í Svíþjóð. Samsvarandi fjölgun íbúða á Íslandi væri þá 2.210 til 2.380 íbúðir árlega. Bent skal á að þetta passar fullkomlega við þá þörf sem Hannarr ehf hefur kynnt undanfarin ár.

Hver eigi að eiga og hvernig eigi að greiða fyrir öll ný heimili er hins vegar ágreiningur um hjá flokkunum í Svíþjóð og hversu mikið eigandi íbúðar eigi að fá að skuldsetja sig (veðhlutfall). Hér koma afskriftarkröfurnar inn á myndina, sem er einnig ágreiningur um milli flokkanna.

Sagt er að hluta af húsnæðisskortinum megi leysa með auknum hreyfanleika, þ.e. að aldraðir losi sig við sín hús sem aðrir sem þurfa geti þá keypt þau. Til þess að aldraðir vilji selja sín stóru hús og fara í búsetuúrræði fyrir aldraða (sem vantar í Svíþjóð eins og á Íslandi), er nauðsynlegt að viðkomandi hafi efni á því. Skattkerfið hefur hins vegar áhrif á það, þ.e. reglur um skattlagningu á hagnað við sölu húsnæðis dregur úr möguleikanum á því.
Ungt fólk á almennt erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn í Svíþjóð eins og hér og hafa stjórnmálaflokkarnir sænsku mismunandi tillögur um það hvernig eigi að hjálpa ungu fólki að kaupa sitt fyrsta heimili.

Önnur atriði sem húsnæðisstefna fjallar um er framboð iðnaðarmanna og kostnaður vegna þeirra og byggingarefnis. Einnig hvernig litið er á samkeppni á byggingarmarkaði erlendis frá.  Í Svíþjóð er dýrt að byggja eins og er nú á Íslandi ?

Til að draga fram afstöðu stjónmálaflokkanna sænsku á málefninu, þá voru þeir beðnir um að upplýsa um skoðanir sínar og tillögur varðandi eftirfarandi atriði:

 • Húsnæðisskortinn
 • Hvernig eigi að auðvelda þeim sem það vilja að byggja sér hús
 • Auka lóðaframboðið
 • Að örva til bygginga fleiri íbúða
 • Minnka kröfur byggingarlaga og reglugerða
 • Vaxtabætur
 • Og fl.

Það má lesa ýmsar áhugaverðar upplýsingar úr svörunum.  Um stöðu húsnæðismála Svía og hugmyndir flokkanna um hvað skuli gera í málaflokknum næstu árin.  Margt af því sem fram kom höfum við séð í umræðunni hér á landi undanfarið, enda glímum við hér við húsnæðisskort eins og Svíarnir.

 

Séu þrjú atriðin nefnd sem flestir flokkarnir nefndu þörfina á að laga voru þau:

 1. Einfalda skipulags og byggingarreglugerðir (nefnt ca. 15 sinnum)
 2. Endurskoða fjármögnun á bygginga íbúðarhúsa, húsnæðisstyrki og húsnæðissparnað (nefnt ca. 7 sinnum)
 3. Draga úr vaxtafrádrætti vegna íbúðarhúsa og lækka skatta á móti (nefnt ca. 7 sinnum)

Um þessi atriði virðist vera ágæt samstaða hjá flokkunum og ætli megi því ekki gera ráð fyrir að á þeim verði tekið á næstunni. Hér á eftir er samantekt á öllum þeim atriðum sem flokkarnir nefndu og getur verið fróðlegt að fara yfir þau. Þarna gætu leynst gullkorn sem við gætum nýtt okkur, eða hvað ?

 

Helstu svörin voru eftirfarandi í mjög styttu máli og flokkuð í þrjá flokka:
Það sem oftast var nefnt er fyrst í hverjum flokki.

 

Skipulag, lög og reglugerðir

 • Að einfalda og skipulags- og byggingarreglugerðir, svo sem um hljóðkröfur, kröfur um aðgengi, landvernd, hönnun og fyrirkomulag umsagna um byggingar. IIIII IIIII IIIII
 • Að einfalda og hraða skipulagsferlinu. III
 • Að samræma byggingarreglugerðir á norðurlöndunum. II
 • Auka fjölda týpuviðurkenndra húsa til að draga úr fjölda úttekta. II
 • Koma á einni yfirstjórn á byggingarmálefnum á landsvísu, sem tryggi hæfilegt framboð lóða og framboði mismunandi húsnæðis á hverjum tíma.
 • Auka möguleikann á að leigja út hluta íbúðarhúsnæðis án kröfu um byggingarleyfi vegna breytinga þess vegna.
 • Með því að stuðla að samkeppni á byggingarmarkaðnum frá öðrum löndum.

 

Fjárhagslegar aðgerðir

 • Endurskoða fjármögnun bygginga svo sem húsnæðisstyrki, byggingarsparnað, húsnæðislán, dreifbýlisstyrki styrki við ódýrt húsnæði og leigumálefni. IIIII II
 • Draga úr vaxtafrádrætti vegna húsnæðis og endurskoða skatta samtímis til lækkunar, þannig að lækkunin gangi til heimilanna á annan hátt. IIIII II
 • Auka stuðning við sjálfbært og ódýrt húsnæði. IIII
 • Auka hreyfanleika á markaðnum með lækkun skatta við flutning og frestun á greiðslum þeirra (af söluhagnaði). III
 • Taka upp stuðning við sveitafélög vegna viðhalds og endurnýjunar húsa.
 • Með því að stuðla að auknu framboði staðlaðra og fjöldaframleiddra húsa.
 • Bæta lánamöguleika smærri byggingarfélaga til að auka samkeppni á byggingarmarkaði.
 • Stofna byggingarfélag í eigu ríkisins til bygginga á ódýrum íbúðum.
 • Auka stuðning við byggingu fyrir aldraða.
 • Auka stuðning við byggingu fyrir nema.
 • Með lánaábyrgðum að norskri fyrirmynd.
 • Auðvelda útleigu á húsnæði með hækkun á skattfrjálsri útleigu.

 

Aðgerðir sveitafélaga

 • Sveitafélög birti og hafi upplýsingar stöðugt aðgengilegar á vefnum um lóðaframboð og áætlað framtíðar lóðaframboð. III
 • Auk framboð lóða með betra skipulagi á landnotkun svo sem með þéttingu byggðar við hærri hús og koma í veg fyrir að landi sé haldið óbyggðu þar sem þörf er á því til húsbygginga.

Stafræn tækni við byggingarframkvæmdir

Ef stafræn tækni á að skila árangri í byggingariðnaði verðum við að viðurkenna hæfileika hvers annars og vinna enn frekar saman.
Er þetta atriðið sem á að leggja áherslu á ? “, Spyr framkvæmdastjóri „Molio – Byggeriets Videncenter“ Jørn Vibe Andreasen, í grein sem hann nefnir Nú skal safna gullinu (þýðing).

Nýlega heyrðum við um sjálfkeyrandi bíl sem lenti í minniháttar slysi. Í kjölfarið fór af stað umræða um að það hefði ekki gerst ef aðrir bílar í óhappinu hefðu einnig verið sjálfkeyrandi. Við getum treyst því að það sé rétt og punkturinn er sá að þar sem stafrænar aðgerðir taka yfir þar aukum við fyrirsjáanleikann og lágmörkum áhættuna.

Og hver vill það ekki við byggingarframkvæmdir ?

Byggingarbransinn er þó hikandi við að taka skrefið út í stafrænu aðferðirnar. Það gengur alla vega hraðar í öðrum atvinnugreinum – vísa má til dæmis til þeirra viðskiptamódela og áætlana sem hafa fyrir löngu verin tekið í notkun á fjölmiðla- og afþreyingarsviðinu.

 

Hver er áhersla stjórnandans ?

Stafræna ferlið er tilbúið til að sigra og breyta byggingarbransanum. Ná má miklum ávinningi með því ferli i byggingargeiranum, það er viðurkennt og greinin er sammála um það. Í raun er það algerlega klárt í huga stafrænna áhugamanna, að sá sem ekki tileinkar sér tæknina nógu fljótt, verður fljótlega einmana á sviðinu. Hér er óþolinmæðin frábær bót á vel þekktum Akillesarhæl greinarinnar – lítillar framleiðni, óhagkvæmni og flókinni samkeppnisstöðu – með stafrænum aðferðum sem meðali.

Spurningin er hvort það sé nauðsynlegt að nota stafrænar lausnir við stjórnunina – eða hvort arðsemi, tekjur og samkeppni muni halda áfram að tefja fyrir því að taka upp stafrænar aðferðir sem mikilvægar stjórnunaraðferðir. Þar er stór munur á.

 

Betri og þjálli samvinna

Við erum komin yfir það skref að ganga í augu einhverra með flottum stafrænum líkönum. Nú hugsa sífellt fleiri í greininni í lausnum sem taka má upp og sem virka.
Áhersla er lögð á þjónustu sem styður áætlanagerð þvert á verðmætakeðjuna og sem krefst vilja og skilnings á samvinnu framkvæmdaraðila, arkitekta, stjórnenda og að lokum notenda og faglegra rekstraraðila.

Þetta kom fram í rannsókn sem gerð var meðal toppstjórnenda byggingargeirans, þar sem toppstjórnendur mátu stöðu og möguleika greinarinnar hér og nú og í framtíðinni. Þeir voru ekki allir sammála, en þeir voru sammála um að stafræn þróun geti ekki byggst á þeirri einu ákvörðun að verða stafræn. Þess í stað byggist hún á því að velja saman réttu samstarfsaðilana, að byggja upp félagsskap, sem styður stafrænu markmiðin og – ekki síst – að skapa menningu í fyrirtækjunum sem hvetur starfsmennirnir til að leita að nýjum lausnum í hinum stafrænu verkfærum.

Og það er líka skilningur á að allir í byggingariðnaðinum ættu að líta út fyrir eigin starfsemi til að stafrænar aðferðir nái árangri. Stafræn þróun gengur engan veginn upp ef ekki er skilningur á betri og sveigjanlegri samvinnu milli allra leikmanna í greininni – lárétt og lóðrétt. Við ættum því að sjá arkitektinn og verktakann tala meira saman og viðurkenna hæfileika hvors annars. Það er forsenda þess að byggingarferlið verði sjálfkeyrandi og Jorn segir “Það verður engin stafræn þróun, án þess að það sé einhver þróun í aðferðum. Annars fáum við ekki þann ávinning sem við þurfum.”

 

Hindranir stoppa ekki þróunina

Það er auðvelt að tala um nauðsyn stafrænnar þróunar við framkvæmdir, en það er einnig ljóst að enn eru miklar hindranir bæði efnahagslegar, menningarlegar og hvað varðar þekkingu og hæfni. Það stöðvar þó ekki þróunina, sem mun einnig koma til okkar utan frá.

Á hinn bóginn er nauðsynlegt að öðlast betri skilning á sameiginlegum markmiðum þvert yfir verðmætiskeðju byggingarbransans. Það er ekki alveg óhugsandi að gera þurfi ráð fyrir að sérhver þáttur í virðiskerðjunni sjái sig sjálfan sem mikilvægastan í því að skilgreina vettvanginn, sem allir aðrir þurfa að leika á. Það verður því að tala opinskátt og heiðarlega um það. Eins og einn toppstjórnandinn sagði: “Á slæmum degi er það líka spurning um að eiga vettvanginn og eiga ferlið. Sá sem á ferlið er nálægt viðskiptavininum og sá sem er nærri viðskiptavinurinn er nálægt peningunum.”

Við skulum bara viðurkenna að gullið (ávinningurinn) er til staðar og að það eru spennandi og áhugaverðir tímar framundan í byggingarbransanum á næstu árum, og vonandi að byggingariðnaðurinn nái að vinna saman að því að safna gullinu.