NÝJUNG – STAKAR VIÐHALDS-ÁÆTLANIR Í VIÐHALDSKERFINU

Nú geta notendur Viðhaldskerfisins gert stakar viðhaldsáætlanir í kerfinu með gátlista ástandsskoðunar og appi. Skoðunarmaður notar appið til skráningar.
Hann gefur áætluninni nafn og skráir magn við þá þætti sem hann leggur til að verði teknir fyrir og færir við þá athugasemdir og myndir til nánari upplýsinga eftir þörfum. Þar sem skoðunarmaður hakar við að verkþáttur sé í lagi þá þýðir það að verkþátturinn þurfi ekki viðhalds við að hans mati.

Samtímis verður þessi áætlun til í BYGG-kerfinu sjálfu ásamt meðfylgjandi skráningu á magni, athugasemdum og myndum.

Ástæður fyrir stökum viðhaldsáætlunum geta verið ýmsar svo eigendaskipti eða að leigjandi sé að hætta leigu á íbúð og eigandi noti þá tækifærið til að mála hana og lagfæra eftir þörfum á þeim tímapunkti, þó að það passi ekki við langtímaviðhaldsáætlun eignarinnar.

NÁMSKEIÐ Í NOTKUN BYGG-KERFISINS

Er ekki kominn tími á réttar kostnaðaráætlanir, verkáætlanir og framvinduskýrslur?

Haldið verður námskeið á Selfossi í notkun á BYGG-kerfi Hannarrs fyrir tæknifólk, byggingarstjóra, verkataka og aðra sem koma að byggingaframkvæmdum föstudaginn 18. október n.k.

Á námskeiðinu kynnir Hannarr ehf. nýjustu útgáfu BYGG-kerfisins. Farið verður yfir þrjá mikilvæga þætti BYGG-kefisins og sýnt með dæmum hvernig kerfið gerir tillögur að kostnaðaráætlunum, verkáætlunum og fylgist með framvindu verka í þar til gerðum framvinduskýrslum. Einnig verður sýnt hvernig kefið heldur utan um gögn tilheyrandi verkinu.

Ef næg þátta næst verður námskeiðið haldið föstudaginn 18. október milli kl. 09:00 og 12:00 í Fjölbrautaskóla Suðurlands, Hamri, Tryggvagötu 25, Selfoss.

Þátttökugjaldið er kr. 27.000. Þátttaka tilkynnist á netfangið hannarr@hannarr.com í síðasta lagi mánudaginn 14. október n.k.

Leiðbeinandi er Jens Pétur Hjaltested er veitir nánari upplýsingar um námskeiðið með því að senda póst á hannarr@hannarr.com eða hringja í síma 898 2161.

ATVINNULEYSI FRAMUNDAN Í BYGGINGARGEIRANUM ?

Við hjá verkfræðistofunni Hannarr ehf höfum áhyggjur af stöðu starfsfólks í byggingargeiranum. Verð á eignum hækkaði um 10-15% á árinu 2017 umfram laun (launavísitölu) og hefur haldist þar síðan. Það er nú líklega að byrja að ganga til baka. Þetta gæti þýtt ca. 10% lækkun á íbúðaverði. Aðlögunarskeiðið mun verða erfitt, mörg byggingarfyrirtæki leggja upp laupana og margir í greininni missa vinnuna.

Merki þessa eru mörg, minni sementssala, fækkun íbúða í byggingu, mikil lækkun á lóðaverði í úthverfum Reykjavíkur ofl.

Séu tölur Hagstofunnar yfir störf í byggingariðnaði skoðaðar sést að enn eru skráðir álíka margir starfandi í greininni og fyrir ári (reyndar heldur fleiri) sem þýðir að áhrifin af þessu eru ekki enn komin þar fram. Minna má á að á milli áranna 2008 og 2009 fækkaði starfsfólki í greininni um ca. 7.000 sem var um 48% og átti þá eftir að fækka um tæp 3.000 í viðbót áður en aftur fór að fjölga í greininni.

Við skoðuðum þessa þróun t.d. árið 2010 og þá var okkar niðurstaða að hæfilegur fjöldi starfsfólks við byggingarstarfsemi, eins og Hagstofan skilgreinir hann væri nálægt 11 þúsundum. Síðan hefur íbúum landsins fjölgað um rúm 12% og miðað við svipaða þörf í fjölgun á störfum í byggingarstarfsemi ættu 12.000 – 12.500 manns að starfa við hana nú. Þeir eru hins vegar rúmlega 16.000. Niðurstaðn gæti þannig verið að líkleg fækkun starfa í greininni á næstunni sé um 4.000 störf. En þar sem upplýsingar um stöðuna er ónákvæm, svo sem um fjölda nýrra íbúða, uppsafnaða þörf á nýjum íbúðum sem hentar markaðnum, sem við teljum nokkur þúsund og upplýsingar skortir um skiptingu verkefna á milli íbúðabygginga og annarra byggingarframkvæmda á næstunni o.fl., þá er sú tala ónákvæm.

Við erum samt smeyk um að starfsfólk á byggingarsviðinu eigi á næstunni eftir að bætast í þann hóp sem orðið hefur atvinnuleysinu að bráð nú, þó að ekki sé búist við viðlíka fjölda og var fyrir 10 árum.

KOSTNAÐARÁÆTLANIR ÚT FRÁ GÁTLISTUM ÁSTANDSSKOÐANA Í VIÐHALDSKERFINU

Við ástandsskoðun húsa sem gerð er með viðhaldskerfinu má nú færa inn viðhaldsmagn hvers verkþáttar og reiknar viðhaldskerfið þá sjálfkrafa út kostnaðaráætlun út frá þeirri skráningu.

 

Kerfið nær þá í einingarverðin fyrir verkþáttinn og reiknar út vihaldskostnað hans út frá skráðu magni hans, leggur saman upphæðir allra verkþáttanna og bætir við umsjónarkostnaði verksins. Notandinn getur síðan skipt út verkþáttum við úrvinnsluna í viðhaldskerfinu ef t.d. á að nota annað efni en kerfið gerir ráð fyrir, bætt við og fellt niður verkþætti, breytt verðum þeirra og gert annað sem þarf til að áætlunin verði eins nákvæm og hún á að vera.

 

Skráningu ástandsskoðunar má gera með appi eða með beinni skráningu inn í kerfið.

BUNDNA LEIÐIN Í VERKÁÆTLUNUM BYGG-KERFISINS

Verkáætlunarkerfið býður upp á að setja inn bundnu leiðina (CPM) í verkáætlanir. Hún gefur góða yfirsýn yfir það hverju þarf að vera lokið til að geta byrjað á næsta verkþætti.
Þó að þetta megi lesa út úr þeirri grafisku mynd sem er í verkáætlunarkerfinu þá auðveldar notkun bundnu leiðarinnar að sjá hvað þarf að gera næst og ekki bara hvaða verkþætti þarf að vera lokið, heldur hvaða verkþáttum.

Einfalt er að sýna bundnu leiðina í áætluninni, sem stuðlar að því að strax í byrjun sé hugað að þeim þáttum sem verið er að áætla og verkið verði þannig verði unnið á sem hagkvæmasta máta og áætlunin verði rétt.

Bundna leiðin sýnir jafnframt þá verkþætti sem skipta mestu máli við að koma verki sem sýnir frávik aftur á réttan tíma.  Notkun hennar auðveldar vinnu eftirlitsaðila við að fylgjast með framgangi verksins og grípa inn í ef framvinda þess er að sýna frávik.

NÝR VALKOSTUR VIÐ GERÐ ÚTBOÐS- OG VERKSKILMÁLA

Verið var að uppfæra kafla „2.1 Útboðs- og verkskilmálar“ Í BYGG-kerfinu. Undirkafli í kaflanum með sama nafni var uppfærður og nýjum undirkafla bætt við með nafninu „Útboðs- og verkilmálar (Minni verk).

Sá kafli varð til í þeim tilgangi að auðvelda þeim sem þurfa að láta vinna minni verk í nýbyggingum, breytingar eða viðhald bygginga og vilja samt sem áður fá góð tilboð í verkið, traustan samning og vel staðið að verkinu. Of oft er nú farið af stað með illa skilgreind verk og jafnvel munnlega samninga sem enda með allt annarri niðurstöðu en stefnt var að.

Um er að ræða stytta útgáfu af fyrri útboðs- og verkskilmálum þar sem texti er styttur og útskýringar einfaldaðar. Einnig er gæðakerfi og öryggiskerfi ekki hluti af gögnunum, en gert ráð fyrir að þeim sé bætt við undir „Önnur gögn“ þar sem það á við.
Þarna er um einföldun að ræða sem við vonum að nýtist notendum BYGG-kerfisins við útboð minni verka. Þess er gætt að það sem skiptir máli sé eftir sem áður í þessari nýju útgáfu.

STAFRÆN VINNUBRÖGÐ OG STÖÐLUÐ VIÐ BYGGINGARFRAMKVÆMDIR

Byggingariðnaðurinn er ein af þeim atvinnugreinum þar sem stafræn þróun hefur verið lengi að komast á og atvinnugreinin hefur því ekki orðið fyrir sömu truflunum við þá þróun og aðrar atvinnugreinar.
Af sömu ástæðu hefur einnig verið uppi gagnrýni, á heimsvísu, á getu atvinnugreinarinnar til að auka framleiðni og skilvirkni.

En myndin er nú að breytast.  Stafræna þróunin hefur náð skriðþunga og byggingariðnaðurinn er nú ein af þeim greinum þar sem umskipti eru í hefjast af fullum þunga.

Samkvæmt 45% svarenda í byggingariðnaði í Danmörku, er stærsta áskorunin í stafrænni þróun byggingarframkvæmda að skortur er á stafrænni þekkingu í greininni.

Nú standa yfir kynslóðaskipti í greininni, þar sem eldri kynslóðir bjóða upp á þekkingu og reynslu af vinnunni á byggingarstaðnum og unga fólkið upp á þekkingu á stafrænum aðferðum og stafrænum hjálpartækjum.
Þessi yfirgangur getur valdið núningi og deilum, en ávinningurinn við það að bæta samvinnu þessara aðila og tölvuvæða byggingarstarfsemina er svo mikill, að þróunin er hröð í þá átt.

Fjárhagslegur hagur af því taka upp stafræn vinnubrögð:

Þrátt fyrir að það er bæði mikill hagur og mikil tækifæri til samvinnu með tölvuvæðingu byggingaframkvæmda, eru auknar tekjur og nýjar byggingaraðferðir ekki það áhugaverðasta að sögn greinarinnar sjálfrar.  Aðeins 9% af starfsfólki byggingaraðila telja að mikilvægasti ávinningur stafrænnar hagræðingar séu auknar tekjur.  Meðal helstu stjórnenda er þetta hlutfall nokkuð hærra eða um 16%.

Ekki er ólíklegt að hluti af skýringunni á þessu séu þær auknu kröfur sem ríki og sveitafélög hafa verið að gera á sama tíma til þeirra sem starfa í greininni og þessi þróun á sér stað.  Mikill tími og kostnaður fylgir því að mæta þessum kröfum og draga þær þannig úr ávinningi stafrænu þróunarinnar.  Greinin hefur brugðist neikvæðtt við þessum kröfum, eins og hefur gerst hér á landi undanfarin misseri, sem um leið smitar yfir á afstöðu hennar almennt til stafrænu þróunarinnar.  Þetta er miður, en er nú að breytast með því að hið opinbera hefur dregið nokkuð úr þessum kröfum og greinin er að átta sig á ávinningi stafrænu þróunarinnar.

Byggingariðnaðurinn krefst staðla

Mikill fjöldi stjórnenda gerir kröfur um staðla fyrir byggingariðnaðinn.

Þeir staðlar fjalla ekki bara um efni, verklýsingar, flokkanir og upphæðir, heldur einnig um staðla yfir, stjórnun, fjármál og áhættumat.

Til að stafræna þróunun gangi vel, er þörf á öflugu samstarfi þvert á greinar og þörf er fyrir eitt sameiginlegt staðlað tungumál fyrir þær allar.

(Stuðst að hluta til við Digitalt Barometer)

YFIRLIT YFIR VIÐHALDSKOSTNAÐ NÆSTU 20 ÁRIN

Nú má skoða yfirlit yfir árlegan viðhaldskostnað allra eigna viðkomandi næstu 20 árin í Viðhaldskerfinu, hverrar eignar og allra samtals.  Viðhaldskostnaðurinn þarf því ekki að koma neinum á óvart lengur.  Fara má inn í hvert verk beint frá yfirlitinu til frekari skoðunar og breytinga ef vilji er til þess.  

Einnig má nota þessa nýjung í kerfinu til að bera saman viðhaldsvalkosti, þ.e. hvað þeir kosti í byrjun og næstu 20 árin.